Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár elskurnar og þakka ykkur jákvæð og yndisleg samskipti á liðnu ári Joyful Þið bloggvinir mínir eruð mér svo dýrmæt.

flugeldar-palmatre.jpg

Lífsins tré hefur heilar og brotnar greinar og jafnvel þó það rifni að hluta upp með rótum, heldur það áfram  að vaxa og vex alltaf upp í átt að birtunni.

Það reynir á að vera til og það er ekkert verra að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Lífið verður örugglega erfiðara á næstu misserum, áður en það verður betra aftur.

En er einhver sem sér eftir þeim tíma sem var? Er betra að lifa í ímyndun um velgengni? Nei, nú förum við að lifa raunverulegu lífi og gerum það líf bara nákvæmlega eins og við viljum hafa það. Meiri jöfnuð og betra mannlíf. 

Nú reynir á að þora að ganga traustum, öruggum, ákveðnum en friðsömum skrefum inn í nýtt tímabil sögu okkar. Horfa áfram en ekki aftur á bak. Horfa til þeirrar framtíðar sem við viljum sjá og stefna þangað. 

_lfur-me_-blys-1.jpg

Njóta þess sem við höfum og byggja upp á þann hátt sem við VILJUM hafa uppbygginguna. 

_lfur-me_-blys-1a.jpg

Göngum áfram fyllt von og leyfum Ljósinu að leiða okkur rétta leið að betra lífi.  

flugeldar-3b_763583.jpg

Ljósið er alltaf til staðar, við þurfum "bara" stundum að kyrra okkur til að sjá það. 

Vonin leiðir okkur þangað sem við viljum fara svo það er betra að vona í jákvæða átt, ekki satt? Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir allt gott á árinu kæra vinkona og bestu kveðjur í fjörðinn. Megi nýja árið færa ykkur gæfu og gleði.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 19:29

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sömuleiðis elsku Ásdís mín Við vitum að lífið er töff, kreppa eða ekki kreppa, það er alveg hægt að brosa og njóta fyrir því Gæfa og gleði til þín og þinna á nýju ári

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 21:51

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Elsku Ragnhildur, vinátta þín er mér mjög dýrmæt.

Takk fyrir þessa góðu hugvekju.

Við eigum að þakka fyrir alla reynslu, góða og slæma, það er hún sem kennir okkur að lifa til að gera heiminn að betri stað. Ef allt væri alltaf átakalaust myndum við fljótt gleyma að þakka fyrir lífið og gjafir Guðs.

Af öllu er kærleikur og fyrirgefning mikilvægust, við megum ekki láta blinda reiði stjórna för okkar, heldur eigum við að fyrirgefa og byrja upp á nýtt, það er aldrei of seint. 

Ljós til þín og þinna. Almáttugur Guð geymi ykkur og verndi alla daga.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.1.2009 kl. 13:21

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Elsku Ragga.

Ég held að ég geri orð hennar Grétu að mínum,sendi ykkur hlýjar kveðjur með von um að árið 2009 verði ánægjulegra fyrir alla.

Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 5.1.2009 kl. 16:22

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Yndisleg færsla hjá þér Ragnhildur mín, góður lestur fyrir alla. Takk fyrir okkur í gærkvöldi  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 6.1.2009 kl. 01:33

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku Greta Björg, þakka þér fyrir. Knús og baráttukveðjur til þín og mikið englaljós Guð gefi þér og þínum betra nýtt ár

Elsku María Anna, þakka þér fyrir. Bestu kveðjur inn í nýtt ár

Elsku Sigrún, Þakka ykkur kærlega fyrir komuna, mikið var gaman að fá ykkur í heimsókn  

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 10:18

7 Smámynd: Linda litla

Takk fyrir mig Ragga mín. Og gleðilegt ár.

Linda litla, 6.1.2009 kl. 13:41

8 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Gleðilegt ár

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 7.1.2009 kl. 12:29

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt ár Ragnhildur mín og takk fyrir gamla.  Takk fyrir þessar myndir þær eru flottar eins og þín er von og vísa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 13:05

10 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gleðilegt ár Linda mín

Gleðilegt ár Matthilda mín

Gleðilegt ár Ásthildur mín og þakka þér fyrir

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband