Ég spyr og Náttúran svarar...

Í kvöld sest sólin kyrrlát og hljóð í rósbleika skýjarönd. Fegurð himinsins fær mig til að hugsa um allt sem er í gangi í huga mér þessa dagana, það er hreint ekki svona kyrrlátt þar. Því það er margt spennandi, ógnvekjandi, jákvætt, kvíðvænlegt, fjörugt og skemmtilegt sem fer þar um.

Stundum, eins og núna, veit ég ekki hvort ég á að stökkva eða staldra við. Draumarnir kalla en Óvissan hikar og ég veit ekkert á hvort þeirra ég á að hlusta. Þá lít ég upp í fallegan himininn og spyr hvað ég eigi að gera. Það leið ekki á löngu þar til þeir mættu til mín bræðurnir Huginn og Muninn og báru mér skilaboð ...

 Krummi-í-tré-cut

"Staldraðu við", sagði annar þeirra. "Tíminn er ekki alveg kominn."

Krummi-við-tré-cut

Stuttu seinna sagði hinn: "Stökktu!!!" ..... 

?!?

... og hvað geri ég? Fer í flækju, nema hvað. Hvernig á ég að vita hvor er hvað, hvor þeirra hefur rétt fyrir sér? Hvað gerir maður við svona svör?! Þolinmæðin týnist og óþreyjan tekur við...

Lífsins-tré-1000

... en áður en ég tapa ró minni algjörlega, ákveð ég að leita eftir nánari svörum. Ég fer ég út í garð og ræði við trjákonuna vitru sem nær frá jörðu til himins. Ég sit hjá henni og loka augunum, anda með trénu, alla leið djúpt ofan í jörðu með rótunum hennar og hátt upp til himins með greinum hennar. Hugur minn róast og ég finn að ryþminn í trénu, himninum, jörðinni og mér er hinn sami. Það er ákveðinn hljóður taktur sem fyllir mig friði. Eftir nokkra stund í sátt við Lífið og umhverfið í  einingu og ryþma hamingjunnar veiti ég hjarta mínu athygli. Þar er að myndast svar, fyrst óljóst en síðan smátt og smátt skýrar og loks ákveðið: "Hrafnarnir hafa báðir rétt fyrir sér, þeir eru bara ekki að tala um sama tíma. Fyrst þarf ég að staldra við, tíminn er ekki alveg kominn fyrir drauminn minn. Það þarf aðeins meiri undirbúning og jarðvegsvinnu. En áður en langt um líður verður rétti tíminn til að sleppa sér yfir áhyggjurnar og ljónið í veginum og... bara stökkva!"

Eða eins og Magni litli kisustrákur segir þegar hann horfir hugsi til sólar:

Horfir-til-himins-1000

"Stundum er lífið fullkomið eins og það er.....

Magni-litli-kisukrútt

... og engin þörf á að stökkva eitt eða neitt. Við bara njótum dagsins í dag, slökum á og leikum okkur. Þegar tími kemur til annars, þá... já, þá bara stökkvum við."

Og hann Magni litli Víkingakisi veit sko hvað hann syngur.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er enn að spá í að fá Magna lánaðan. Ég fer í aðgerð á st.jósefs. næsta fimmtud. verð eiginlega að kíkja á þig áður en ég fer heim. Verð í bandi. Flottar myndir og yndisleg færsla að vanda kæra vinkona. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk, Ásdís ég vona að allt gangi rosa vel á St. Jósefs og ég hlakka til að sjá þig. Hann Magni bíður bara eftir að fá að hitta þig

Heyrumst

Ragnhildur Jónsdóttir, 5.4.2008 kl. 10:47

3 Smámynd: Linda litla

Góð færslan hjá þér Ragga og Magni kisalingurinn þinn er algjör krúttírúsína.

Linda litla, 5.4.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Takk fyrir allar yndislegu færslurnar þínar og yndislegu myndirnar!

Langt síðan ég hef farið í Hellisgerði, en hugsa að ég reyni að fara þangað núna, verð einhversstaðar í nágrenninu að heilsa upp á nýtt ömmubarn, sem er að fara að koma í heiminn!  Hugsa til þín!

kveðja úr snjónum fyrir vestan!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 5.4.2008 kl. 16:46

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk Linda, já hann Magni litli krúttuvíkingur er agljör dúlla

Ragnheiður Ása, Þakka þér fyrir. Ef þú ert hér í nágrenninu, (ég bý við Hellisgerði) þá kíkirðu nú bara endilega við hjá mér. Netfangið mitt er ragjo@internet.is 

Spennandi að fá nýtt ömmubarn! Til hamingju, gangi ykkur vel

Það er sól og "snemmvor" hérna fyrir sunnan sko....

Ragnhildur Jónsdóttir, 5.4.2008 kl. 23:43

6 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ég verð nú trúlega í Breiðvanginum, sé til, yrði nú virkilega gaman!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:07

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skemmtilegar myndir og pæling hjá þér Ragnhildur mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2008 kl. 14:53

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

 Takk fyrir .Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 6.4.2008 kl. 17:42

9 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Ragga mín, þetta er æðislega falleg færsla og myndirnar fallegar hjá þér eins og alltaf. Eigðu yndislegan dagKær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 7.4.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband