Ég vesen?!?!! .... aldrei!

Snemma í haust var sagt við mig af manneskju sem "sér lengra nefi sínu": "Þú ert alltaf að búa til eitthvað vesen." "Vesen?" sagði ég, frekar svona móðguð; "ég geri aldrei neitt, sit bara og sauma." "Jú", sagði sú lengrasjáandi, "þú gerir eitthvað svona vesen alltaf en rosalega hefurðu gaman af því!" sagði hún og brosti, "en vesen er það samt...." ég bara skyldi ekki hvað konan var að tala um, ÉG?! aldrei vesen í kringum mig....  Halo

Svo liðu nokkrar vikur og vesenið byrjaði. Það byrjaði þannig að við höfðum áhyggjur af 14 1/2 árs gömlu tíkinni minni henni Pollýönnu.

Pollýanna og Vala 500

Pollýanna og Vala. 

Það er hræðilega erfið ákvörðun að ákveða hvort og þá hvenær á að grípa í taumana þegar dýr verða svona gömul og veik.Crying

Nú á meðan ég var/er ennþá að reyna að ákveða eitthvað, ... féll ég fyrir hvolpi, henni Dúfu minni.

Dúfa með snuddu 400

Dúfa með snuð, hver stenst þetta? 

Hún bara stal hjartanu mínu, hvað átti ég að gera? Allt í lagi með það, hún kom á heimilið og stokkaði upp goggunarröðinni hjá hundunum tveimur sem fyrir voru og köttunum 4 líka. Smá svona átök en allt í góðu og allt orðið rólegt eftir viku.

Þá..! fæddust 4 kettlingar hjá Eddu og Edda fór á hormónaflipp og réðst á Dúfu! Ekkert hættulegt en svona: "þú ert minnst og algjört peð"- fílingur.

Edda og kettlingarnir 4 2 500

Einhverra hluta vegna, sem við skyldum ekki þá, fór Alex (elsta kisumamman á heimilinu) líka á hormónaflipp! hmmm en ok, hún er mjög spes og á pillunni... GetLost  

Augun sem sjá 100

Í gærkvöldi tókum við eftir því að Alex "Lafði Alexandra" svona stundum, lá í barnavagninum með fimm ára gamla dóttur sína, Völu, á spena!  "What?!!!!!"

Alex med Völu á spena 4 1000

Alex með Völu á spena

Alex, sú hvíta og Vala sú svarta, eins og ying og yang í barnavagninum. Nema hvað um klukkutíma seinna var Vala farin og Alex komin á fullu með fæðingarhríðar! En.... hún átti sko ekkert að geta verið ólétt, á pillunni og alles! Nema hvað, við dóttir mín vorum alveg sannfærðar um að þá verði sko örugglega eitthvað að kettlingunum.

Við tókum hana úr vagninum hið snarasta og útbjuggum fæðingarbæli og sátum svo yfir henni og strukum henni og sögðum henni fallegar sögur til að róa hana. Loks eftir langa stund, fæddist einn kettlingur. Blautur og mjór og renglulegur og ég segi: "Guð, hann er ekki með neina framfætur!" Dóttirin skoðar vandlega líka, svo segir hún: "jú, allavega einn". "Jæja," segi ég, "hann getur allavega gengið ef hann er með þrjá fætur".  Svo allt í einu rýkur þetta litla blauta kríli af stað á öllum fjórum að næsta spena og byrjar að sjúga! !!! "Bíddu, hann er með fjóra fætur" segi ég eins og það sé alveg stórundarlegt. Allavega það var þá frábært. "En nær hann örugglega að sjúga? Ætli sé örugglega mjólk? "...... Það var eins og við værum vissar um að hann bara gæti ekki verið í lagi. Shocking

Mamman hún Alex, karraði kettlinginn sinn vel og vandlega og litla blauta mjóa renglan varð að þessum dásamlega fallega kettlingi! og hann er bara einn, sem þýðir að það eru bara 12 dýr á heimilinu í dag.

Alexson 1.dags 960

Litli nýji Alexson 

Hann verður örugglega mjög líkur mömmu sinni með svona smá snert af Seal Point Síams looki. Mamman hans er blönduð af því kyni.

Alex horfir til baka 1000

Alex hefðarmamma

 Þetta er sem sagt ég "ekki með vesen"...!

Ég er bara að taka því rólega og að einfalda líf mitt... eins og sjúkraþjálfarinn ráðlagði mér. Sigrún ertu nokkuð að lesa þetta? Tounge

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þvíkt vesen!

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 18:44

2 identicon

hmmmmm allveg sammála en það vesen hehehehehe til lukku með öll þessi dýr ;))) kveðja solla kústó

solla kústó ;) (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 20:27

3 identicon

Ja hérna megin kona!!!  Það er aldeilis lífið í kringum þig, meira að segja algerlega óumbeðið og óvænt.  Þetta er nú sú allra besta saga sem ég hef heyrt í langan tíma   Ég hef þá trú að það komi til manns sem maður óskar sér og þú ert greinilega elskuð af dýrunum og þau elska þig, þau bara koma til þín!!  Þú átt augljóslega mikla ást og umhyggju, það er bara "spread the love!" Gangi þér vel í dýrabæ Ragga mín.  Við sjáumst svo á morgun er það ekki?  Eða er ekki einhver sem getur verið hjá krúttunum þínum á meðan við fjöryrkjumst?  Vona það að minnsta kosti.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 23:10

4 identicon

Til hamingju með allt þetta vesen! Svona eiga vesen að vera

 Ég er spennt að komast yfir ljóðabók Toshiki! Sá hér hjá þér að hann væri búin að gefa út bók með þeim. Ég hef lesið mörg af hans ljóðum og finnst þau einstakleg einlæg og segja svo mikið.

Hvað er erfiðast við að vera með kött? (Börnin alltaf að suða en mamman heldur að það sé svo erfitt)

Kveðja J'ohanna

Jóhanna J (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 00:45

5 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þú ert með fullt hús af krúttum, til hamingju með öll afkvæmin, þau eru æðisleg. Takk fyrir skemmtilgear Fjöryrkja samverustundir í morgunn. Ingunn Fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 28.11.2007 kl. 13:27

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gréta og Solla, já þetta er soldið vesen sko en alveg dásamlega skemmtilegt vesen

Arna, oh hvað þú ert yndisleg Takk fyrir hittinginn í morgun , það var alveg frábært að hittast fjöryrkjarnir og svo auðvitað að hitta Jóhönnu Sig.

Jóhanna ég sá að þú ert búin að tala við Toshiki Toma. Hann er frábær ljóðasmiður.

Í sambandi við hvað er erfitt við að hafa kött.... ég veit það ekki, ef maður velur réttann kött eða leyfir kettinum að velja sig, þá held ég að það sé bara ekkert erfitt við það ... nema það þarf kannski að passa sig að láta gelda eða taka úr sambandi, nema maður vilji óvæntan dýragarð....

Jóhanna komdu bara endilega í heimsókn með börnin og kíkið á krúttin. Þau verða tilbúin að flytja svona um mánaðarmótin jan-feb. Um að gera að skoða áður og pæla. En svo er líka algerlega hægt að koma og skoða og kela án þess að taka einn með heim

 Ingunn, já, það er sko fullt hús af krúttum, takk Takk fyrir morguninn, það var rosa gaman hjá okkur fjöryrkjunum

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.11.2007 kl. 18:20

7 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

En yndislegt. Móðureðlið er ótrúlegt.

Er þessi nýjasti þá "pillu-kettlingur?"

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 28.11.2007 kl. 18:40

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, Matthilda, ætli sé ekki hægt að kalla hann pillu-kettling haha  

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.11.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband