Hvað er trú? og til hvers?

Það er nú alveg á mörkunum að ég hafi hugrekki til að blanda mér í trúarbragðaumræðuna. En eitthvað í mér finnur þörf, svo ég hlýði því. Ég hef nefnilega aldrei getað skilið afhverju fólk rífst um Guð/Alföðurinn/Allah/Hinn Mikla Anda.... . Við getum náttúrulega ekki vitað neitt nákvæmlega um Hann fyrr en,.... ef við hittum Hann.

Eitt af mínum áhugamálum er að lesa um hin ýmsu trúarbrögð og heimspekistefnur og fleira slíkt. Það sem ég upplifi sem megininntak flestra ef ekki allra trúarbragða er að við eigum að vera vinir. Það er kærleikurinn sem skiptir máli. Ef við gætum öll reynt og æft okkur í að vera vinir, þá væri hreinlega friður á næsta leyti.

En þetta er sennilega ekki svona einfalt, okkur mannfólkinu er svo mikið í mun að hafa rétt fyrir okkur og að við getum sannfært aðra um það líka. "Að ég einn skilji sannleikann rétt". Er ekki hugsanlegt að sannleikurinn hafi margar hliðar? Að trú sé eitt og trúarbrögð allt annað? Trú er eitthvað sem við finnum í hjartanu en trúarbrögð, tilraun til útskýringar á því hvað það er sem við finnum og hvernig við getum viðhaldið þeirri tilfinningu. Eða þannig lít ég allavega á það í dag.   

Fylgst með

Hver fylgist með okkur? Er einhver að fylgjast með? Af hverju finnst fólki að með því að trúa á einn spámann, verði maður að útiloka aðra? Getur ekki bara vel verið að þau sitji þarna saman: Jesú, Freyja, Búdda, Óðinn, Múhammeð, María, Kwan Yin og Visnu, fílaguðinn, björninn, kattaguðinn eða...... bara svona til að nefna einhverja.

Pollyanna og Punktur ad kura 1000

 Eru þau ekki að reyna að finna út hvernig í ósköpunum þau eigi að koma okkur jarðarbörnunum í skilning um að það eina sem við þurfum að gera er að reyna að vera vinir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á meðan trúarbrögð eru til staðar þá er útilokað að allir geti verið vinir

DoctorE (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, það er spurning DoctorE, ég held samt að þetta hafi meira með viðhorf fólks til sjálfs sín og annarra að gera heldur en hvort það heitir trúarbrögð. Ef við getum stoppað aðeins, andað og hlustað, skoðað hvað það er sem sameinar frekar en aðskilur, þá getum við alveg hreint lifað saman í sátt sem vinir.

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.11.2007 kl. 12:23

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Er vandamálið ekki bara það að það eru svo margar túlkanir á einu og sömu sögunni. En undirstaðan í þeim öllum er náungakærleikurinn, og hann á fólk mjög oft erfitt með að lifa eftir.

En ofboðslega flott mynd hjá þér af endurspegluninni í glugganum Kveðja Ingunn fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 12:27

4 Smámynd: Ellert Smári Kristbergsson

Auðvitað er gott að trúa. En getur það ekki gengið út í öfgar eins og allt annað? Eins og þegar fólk er ekki farið að greiða 10% af laununum sínum í einhvern sértrúarsöfnuð. Eða predika gegn einhverjum ákveðnum hópi fólks.

Ég held að allt sé best í hófi. Og það er það sem gerir lífið svo skemmtilegt. Þú getur ekki bara einbeitt þér að einhverju einu og sagt að það sé sannleikurinn. Þá væri lífið allt of einfallt. Sama hvrot við erum að tala um trú, listir, fræði, speki eða eitthvað allt annað. Þá er alltaf hægt að fara út í einhverjar öfgar og þó vildum við ekki vera án þess.

Ellert Smári Kristbergsson, 15.11.2007 kl. 13:53

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er gott innlegg í trúarumræðuna.  Ég persónulega hætti mér ekki út í lestur þessara skrifa sem tröllríða sumum bloggum. Ég held mig við mína trú og á nóg af umburðarlyndi til að bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Rosaleg er myndin flott, maður og barn.    Manstu eftir bókunum um Hildu frá Hóli, sem voru til í den? myndin af þér minnir mig alltaf á Hildu, al íslensk kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 15:26

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ingunn, málið er að við túlkum öll allt sem við upplifum og gerum, á sitthvorn mátann, ekki bara trú eða trúarbrögð eða trúarbækur. Við þurfum bara að átta okkur á því. En það er einmitt þetta með náungakærleikann, við eigum sennilega erfitt með hann.

Ellert Smári, já það eru þessar öfgar í öllu sem við gerum. Það er alveg sama hvar maður ber niður í samfélaginu, það er fullt af öfgum. Það hentar sumum og öðrum ekki en það er allt í lagi að fólk aðhyllist einhverja öfga (ég er til dæmis öfgafull dýrakelling en ég hatast ekki út í fólk sem ekki vill eiga dýr), svo framarlega sem fólk er ekki með öfga á móti öðru fólki og það sko.... getur oft verið flókið.

Ásdís, ég bara man ekki eftir þessari bók en það er nú ekkert skrítið, ég er með frekar lélegt minni  

Takk stelpur fyrir hrósið um myndina. Þetta er litla dóttudóttirin og stolti Lalli afi fyrir innan stofugluggann. Ég er viss um að hundunum okkar finnst við vera guðir, við erum allavega það æðsta sem þau þekkja.  þó svo við vitum miklu betur

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.11.2007 kl. 18:19

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég er alveg sammála þér Heiða Björk, þetta er "stórhættuleg" umræða En ég held við höfum öll(allavega allflest) innri þörf fyrir trú á það sem er okkur æðra. Ég bara gæti ekki hugsað mér lífið án trúar á einhvern okkur æðri (Guð, hvað sem við svo köllum hann/hana)

En ég held ekki að það sé trúin sem skapi hatrið heldur það sem túlkað er í gegnum trúarbrögðin og það vald sem sú túlkun gefur. Alveg eins og túlkun og vald í gegnum pólitík, jafnvel tísku, íþróttir eða misjöfn lífsgildi, getur haft svipuð áhrif. Þegar fólk vill trúa að það viti "hinn eina sannleik" og þolir ekki öðrum að hafa fundið "hinn eina sannleik" á allt öðrum stað. Ef á að samþykkja "annan sannleika" getur lífsmyndin hrunið .... eða þannig.

Farin að pæla aðeins of mikið upphátt, best að fara að leggja sig

bestu kveðjur og takk fyrir innlitið og kommentin

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.11.2007 kl. 23:59

8 Smámynd: halkatla

þetta finnst mér góður pistill, og svörin þín hérna í athugasemdunum líka

Ég þakka bara fyrir mig

Ég hef nefnilega aldrei getað skilið afhverju fólk rífst um Guð/Alföðurinn/Allah/Hinn Mikla Anda....

ekki ég heldur!

halkatla, 16.11.2007 kl. 18:23

9 identicon

Frábær umræða! Já og mögnuð myndin af Lalla og barnabarninu! Ég hef mikin áhuga á að lesa um öll trúarbrögð heimsins og pæla í þeim. Allsstaðar er spekin sú sama, mismunandi samansett, og aðalkjarni allra trúarbragða er kærleikurinn.  Ég er mjög hrifin af speki indverskrar konu sem heitir Shri Mataji Nirmala Devi. Hennar æðsta ósk er að trúarbrögð heimsins sameinist því öll séu þau sprottin af sömu rótinni. Ég trúi því að trú sé nauðsynleg öllum mönnum. Hvaða trú það er skiptir ekki öllu máli, það er bara til einn Guð. En það hvernig þú nálgast hann er þitt mál.

Verum góð við hvort annað það er það sem skipti mestu máli.

Kærleikskveðja Jóhanna J

Jóhanna J (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 12:52

10 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Anna Karen þakka þér innilega fyrir. Einmitt, það að rífast skilar aldrei neinu nema sóun á orku. nokkuð komnir kettlingar? mín er orðin þung og sefur mikið og hvílir sig, örugglega orðið mjög stutt í þetta. 

Jóhanna, Þakka þér innilega. Ég kíkti á þessa síðu sem þú bendir á og bookmarkaði hana strax. Hún hljómar mjög spennandi, ég á alveg pottþétt eftir að kynna mér hana betur. Takk Í fljótu bragði minnir hún mig á Móður Meeru, ég fór einu sinni ógleymanlega ferð til hennar.

Og já, verum góð hvert við annað

góða helgi  

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.11.2007 kl. 15:47

11 Smámynd: halkatla

kassí er nánast alltaf sofandi en ekkert bólar á kettlingunum, ég fylgist spennt með hvað gerist hjá ykkur líka

halkatla, 18.11.2007 kl. 10:51

12 Smámynd: Fríða Eyland

Athugasemd Önnu K, no:9 er akkurat það sem ég hefði viljað skrifa hérna að viðbættu að efri myndin er hrein snild og fer auðvitað vel við færsluna..

Fríða Eyland, 19.11.2007 kl. 01:05

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

sammála sammála og sammála!!!! Meiriháttar myndin.

Knús 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband