Öryrki er líka manneskja

Öryrki - "maður sem hefur tapað minnst fjórða hluta starfsorku sinnar vegna heilsubilunar, meiðsla, e.þ.h." , samvkæmt Íslensku Orðabókinni frá Eddu. Í þessu orði öryrki, felst engin niðurlæging, engin leti, enginn aumingjagangur, aðeins sú staðreynd að öryrki getur ekki sinnt fullu starfi. En samt hefur þróast sú hugsun meðal fólks um að margir öryrkjar séu einmitt latir eða aumingjar sem vilja bara lifa "sældarlífi" á fjármunum almennings. yeah right! 

Það að verða öryrki, smátt og smátt, skyndilega eða hvort maður bara áttar sig á því smátt og smátt, er aldrei auðvelt. Það er hreint ekki auðvelt að sætta sig við það. Þegar dómurinn er kveðinn upp og maður áttar sig, fer maður í gegnum margar hugsanir og tilfinningar og fjölskylda manns og vinir líka. Þessar hugsanir eru ekki fallegar, bjartar eða jafnvel prenthæfar og alls ekki til þess fallnar að muna vel eftir þeim.

Það er áfall. Maður er allt í einu tekinn úr samfélaginu og settur í hólf, smá hólf til hliðar við hið lifandi samfélag fólksins sem maður áður átti samleið með áður.

Allt í einu breytast öll plön, allir draumar og áform. Starfsframinn og námið, allt breytist, maður þarf að finna sér nýja drauma, ný plön og áform. Hætta að dreyma um að fara til útlanda í nám og fara að dreyma um að geta gengið um miðbæinn. Eða hætta í spennandi og góðu starfi og fara að æfa sig við að getað hugsað um börnin sín. Allt sem áður þótti sjálfsagt verður ný áskorun.

Allt í einu, getur maður ekki unnið fyrir heimilinu eða einu sinni sjálfum sér.

Allt í einu verður maður ósjálfbjarga um ýmsa venjulega hluti. Misjafnt auðvitað en hjá mér t.d. er erfitt að fara og kaupa í matinn og elda, ómögulegt að hreinsa og hugsa um heimilið, stundum erfitt að tjá sig, ganga, halda á einhverju, vera innan um margt fólk, vera vakandi allan daginn....  

Allt í einu er maður upp á annan kominn með líf sitt.

Allt í einu er maður annars flokks manneskja í samfélaginu. Að áliti samfélagsins, áliti fólks í kringum mann og þá ekki síður manns eigin áliti.

Smátt og smátt fer maður að einangrast. Það gerist ósjálfrátt, vinir manns fjarlægjast óvart og maður fjarlægist aðra óvart. Ef ekkert er að gert situr maður aleinn með engan og ekkert til að lifa af eða lifa fyrir.

.....

EN, þetta þarf ekki að vera svona. Og á alls ekki að vera svona. Við erum öll einstök, öll mikilvæg, öll með okkar sérstöku hæfileika og eiginleika. Við skiptum öll máli í lífinu, í samfélaginu.

Hellisg. sjálfsáður reynir 1000 

Þetta reynitré óx uppúr klettasprungu við þröngan kost. Það hefur þurft að þola ýmislegt á sinni ævi. En það er einmitt það, þetta erfiða líf sem hefur gert þetta tré sérstakt. Ef við skoðum það vel, sést að það vex út úr klettinum en það teygir sig upp í ljósið. Og það ber mikinn ávöxt sem fuglar himinsins njóta góðs af.

(þetta tré er úr sögunni hér neðar í færslunum mínum)

Sumir eru fæddir öryrkjar, aðrir verða það af slysum eða veikindum. En við erum ÖLL mikilvæg, við höfum öll hlutverki að gegna. Það er ekkert sem réttlætir að halda okkur niðri sem óæðri einstaklingum í samfélaginu. Við eigum að geta lifað með reisn og þannig fengið enn meira að sýna hvað í okkur býr.

Við öryrkjar skiptum öll máli í lífinu. Ég er ekki að biðja um vorkunn, aðeins sjálfsvirðingu. Leyfið okkur að fá að vera til sem einstaklingar.

Ég minni á UNDIRSKRIFTALISTANN

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þeir sem tala niðrandi um öryrkja eru ekki í lagi, en eru dæmigert "losers" í lífinu og þurfa að láta vonbrigðin með sitt eigið getuleysi bitna á þei sem enn minna mega sín vegna fötlunar. Pétur Blöndal er einn af svona lúsum.

Það er skammarlegt hvernig farið er með öryrkja á Íslandi, og allir flokkar eru sekir um óréttláta löggjöf, þótt Íhaldið og Framsókn séu stærstu sökudólgarnir. En það gleymist heldur ekki, að t.d. var Alþýðubandalaginu skítsama um öryrkja þangað til Magnús Kjartansson lenti sjálfur í hjólastól.

P.S. Ég hef skrifað undir.

Vendetta, 20.10.2007 kl. 01:32

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Vendetta þakka þér fyrir þitt innlegg.

Jón Frímann, það er alveg rétt hjá þér auðvitað, að margir eru fæddir öryrkjar.  Ég ákvað þarna að skrifa aðeins út frá sjálfri mér en það virkar kannski ekki rétt. Þakka þér fyrir ábendinguna. Ég bætti inn klausu til að leiðrétta mig. Það var enging meining á bakvið það annað en að tala út frá mér, við erum öll misjöfn eins og aðrir. Ekki allir öryrkjar eins

En baráttumál okkar er það sama í þetta sinn: við viljum að tekjutenging við maka sé afnumin og að við fáum TR greiðslur sem hægt er að lifa af. 

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.10.2007 kl. 09:48

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta er frábær pistill hjá þér. Fólk velur það ekki aðgerast öryrkjar, þetta er ekki eftirsóknarvert líf eða neitt lúxuslíf eins og margir vilja meina. Menntun og fjármálin fjúka út um gluggan á einum degi.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 20.10.2007 kl. 11:16

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Takk fyrir þennan frábæra pistill,hann gefur gott innsýn í það sem hefði getað orðið en vegna veikinda verður fólk að gefa upp á bátinn.

María Anna P Kristjánsdóttir, 20.10.2007 kl. 17:40

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábærlega skrifað. Ég mæli með að þú sendir þennan pistil inn sem opið bréf til samborgara okkar og biðjir um skilning.  Ég er svo að spá í að gera slíkt hið sama fljótlega, við verðum að vera dugleg að láta heyra í okkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2007 kl. 22:04

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk kærlega Ingunn og María.

Ásdís, takk kærlega. Já, við þurfum að láta heyra í okkur. Hvert ætlarðu að senda pistil? Ætti maður að senda á blöðin? Moggann og Fréttablaðið kannski?

Ég var að kíkja á undirskriftalistann 1184 !! vá það er alveg frábært. 

Góða nótt kæru bloggvinir

Ragga fjöryrki ofursyfjuð

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 00:47

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Heiða, já ég held að margir í okkar sporum skilji þetta.

Frábært hvað margir skrifa á undirskriftalistann! Það gefur svo sannarlega von í baráttuna 1253 komnir núna!

Fjöryrkjakveðjur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband