Gigtargangan í dag

Í dag er gigtargangan í Reykjavík og gott að minna á þennan stóra hóp fólks sem á við sinn gigtarsjúkdóm daglega alla ævi. Það eru margar tegundir gigtar og mis"sjáanlegar". Þeir sem ekki þekkja til, skilja oft ekki hvað er að eiga við verki (og ýmislegt annað) alla daga. En það er frábært og skemmtilegt einfalt próf á vefjagigtarvefnum www.vefjagigt.is fyrir þá sem vilja reyna að skilja meðbræður sína. Svo má ég kannski benda á "Reynslusöguna" mína sem er þar inni Wink saga með brosi Happy en ..þungum undirtón...... FootinMouth ...

Eftirfarandi texti er tekinn af heimasíðu gigtarfélagsins: www.gigt.is  :

Fimmtudaginn 4. október mun gigtarfólk ganga með fjölskyldum sínum og vinum frá Lækjartorgi upp á Skólavörðuholt undir kjörorðinu "Gigtin gefur.."  

Við göngum til að vekja athygli á því.. 

  • að börn og ungt fólk er með gigtarsjúkdóma
  • að við erum mörg sem eigum við gigtarsjúkdóma að stríða og yngri en flestir halda.
  • að snemmgreining gigtarsjúkdóma skiptir öllu máli.

10 til 14 börn greinast með alvarlegan gigtarsjúkdóm á ári.

60.000 Íslendingar eru með gigt, eða annan stoðkerfisvanda.

 

Gigtargangan:

17:00 - Safnast verður saman á Lækjartorgi

17:20 - Upphitun fyrir gönguna

17:30 - Gangan hefst, gengið verður upp Bankastræti og Skólavörðustíg

18:30 - Lok göngu á Skólavörðuholti

18:10 - Göngufólki boðið að hlusta á stutt orgelverk í Hallgrímskirkju að göngu lokinni.  

Við mælum með að þeir sem erfiðast eiga með gang komi inn í gönguna við Bergstaðastræti og skrái sig á skrifstofunni. 

"Gigtin gefur.."

  • Dugnaður, útsjónarsemi og einurð eru eiginleikar sem gigtarfólk stendur fyrir.
  • Meðferðarúrræði við gigtarsjúkdómum eru góð fjárfesting.
  • Rannsóknir á gigtarsjúkdómum eru undistaða bættra úrræða.

Skráning er á skrifstofu Gigtarfélagsins og á Lækjartorgi fyrir gönguna. Allar frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu GÍ í síma 530 3600. 

Við viljum samfélag fyrir alla. Göngum og verum sýnileg!

 Sjáumst!!!! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sæl. Rakst inná síðuna þína og hef haft unun af að skoða myndirnar þínar. Takk, takk!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk Guðný fyrir það. Og takk fyrir að láta vita af þér  það er svo skemmtilegt að vita hverjir kíkja inn.

Í sambandi við myndirnar, ég ætla einmitt að reyna að fara að koma eitthvað af myndum í albúm..... það er á planinu sko.

Ragnhildur Jónsdóttir, 5.10.2007 kl. 00:56

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Bara að kvitta,kveðja.

María Anna P Kristjánsdóttir, 6.10.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband