3. kafli Hvað er á bakvið?

Alex stóð þarna uppi og horfði yfir fullt af fallegum trjám. Þau voru í ýmsum litum, sum komin með rauða og gula haustliti, önnur með ber en sum trén voru alveg sumargræn ennþá. Þegar hún horfði vel sá hún líka lítinn foss.

fullt af fallegum trjam 1000 En varla var það nú nokkuð leyndarmál.

Edda litla klifraði uppí tré....

Edda litla uppi i tre 1000

hún sá sólargeislana umvefja fallegu haustlitina í reynilaufinu og berjunum. Edda hugsaði með sér að ef hún væri fugl þá væru þetta verulega girnileg ber.

Reyniber 1000

Albus ad kikja 1000 Albus horfði eftir göngustígnum og var að spá í hvar væri sniðugast að kíkja næst. Það er svo rosalega mikið af "bakvið" og "inní" og "handanvið" að það er bara erfitt að velja.

9. hvad er her 1000 Hann ákvað að kíkja inn í litla holu í klettinum.

Þar sat dvergur að velta fyrir sér veðurhorfum næstu daga. Albus skyldi nú ekki alveg hvernig hann ætlaði að finna það út. En dvergurinn sagði honum að margt mætti lesa í gróðrinum og skýjunum, skordýrunum og skrokknum sínum og .... 

Dvergur 07  700 ... já, þeir spjölluðu heilmikið saman Albus og dvergurinn en dvergurinn sagðist ekkert vita um neitt leyndarmál.

Handan við einn klettinn rákust þau á köngulóarpar sem hékk eins og í lausu lofti, í nánast ósýnilegum vef. "En skrítið" hugsaði Edda litla, "að búa í ósýnilegu heimili..."

köngulóarpar 888

Inn á milli steina sáu þau lítið reynitré sem var rétt að byrja að vaxa.

smatre 1000 Albusi fannst þetta alveg rosalega lítið af tré að vera.

Alex skoðaði birkitré sem varð á vegi þeirra og handanvið eina greinina sá hún...

birkitréð og álfurinn minni ... blómálf að undirbúa tréð sitt fyrir veturinn. Litli álfurinn var svo ljúf við laufin á trénu sínu, en hún var líka ákveðin og svo upptekin að það var ekkert hægt að tala við hana um leyndarmál.

Kisurnar þrjár voru lengi lengi að leita og sáu margt skemmtilegt og undarlegt en fundu ekkert leyndarmál. Það var ekkert falið, ekki einu sinni inní eða bakvið eða jafnvel handanvið.

Eftir þögla stund sagði Alex, sú sem var elst af þeim og vitrust: "Þegar ég horfi til baka yfir daginn, þá held ég að við höfum fundið leyndarmálið...

Alex horfir til baka 1000

Það var aldrei hulið, það liggur opið fyrir framan okkur öll, við bara gleymum að sjá það. Við gleymum stundum að horfa og njóta. Leyndarmálið er allt sem við sáum og gerðum á leiðinni, allir sem við hittum og allt sem við hugsuðum. Það er leyndarmálið."

Augun sem sjá 100  "Við þurfum bara að horfa og leyfa okkur að sjá og njóta", sagði vitra gamla kisan og brosti svo dularfull á svip.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Alveg frábærar myndir.og textinn ekki síður.

María Anna P Kristjánsdóttir, 14.9.2007 kl. 16:07

2 identicon

Frábær saga Ragnhildur og vá... fallega myndskreytt!

Guðrún (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Oh þakka ykkur fyrir

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.9.2007 kl. 21:03

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Stórskemmtilegar myndirnar og textinn með. Hellisgerði á alltaf pláss í mínu barnshjarta enda fór ég þangað oft sem krakki. Bjó fyrstu 5 ár ævinnar á Vesturbrautinni og það þótti mjög spennandi að fá að henda aurum í gosbrunninn. Síðar fórum við krakkrnir í hellisgerði á góðum dögum með nesti og lékum okkur um allan garð. Heppin ertu að búa þarna aftur Ragnhildur...gamli bærinn í Hafnarfirði býr yfir miklum töfrum og er troðfullur af alls konar verum og álfum..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 13:56

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir falleg orð Katrín, það hvetur mann áfram að fá jákvæð komment. Já, mér finnst ég sannarlega lánsöm að búa hérna við þennan töfrastað sem Hellisgerði er.
Fyndið hvað samfélagið er lítið, kannski lékum við okkur einhvern tíma saman í Hellisgerði? eða byggðum saman sandkastala á róló á Kirkjuveginum? kannski þekktum við sömu álfana....?

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.9.2007 kl. 15:45

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég man eftir rólónum..og tvíburasystrunum Röggu og Kaju..ekki ert þú Ragga??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 09:32

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Nei, ég á ekki tvíbura ... ekki svo ég viti til... hmmm....  nei, segi svona. Ég er á Skúlaskeiðinu og fædd ´60. Kannski hittumst við aldrei fyrr en hér? og þó ... kannski..... Veit ekki en það breytir ekki því að heimurinn minnkar og minnkar við Internetið. Og bloggsamfélagið er alveg rosalega sniðugt til að tengja fólk án allra landamæra. Líka fólk sem áður bjó næstum hlið við hlið

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.9.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband