Náttúran er lífið, án hennar erum við ekkert

Ég fór út í litla hraungarðinn minn í morgun að taka á móti vorinu. Þá rakst ég á nýtt líf, nýja von um blómlegri tíma. 

 burkni close up 350        ljonslappi 2 350

Fegurðin leynist í hinu smáa.  Nýjir grænir sprotar vaxa upp í gegnum gömlu gráu laufin frá í fyrra. Það er nýr tími, nýjir litir taka völdin, það er tími vaxtar og þroska. Tími fyrir nýtt líf framtíðarinnar.

Við getum lesið margt í náttúrunni, hún sendir okkur skilaboð hvort sem við tökum við þeim eða ekki. Augljós eru skilaboðin um vorið þegar farfuglarnir mæta og hefja vorsönginn. En ef við leyfum okkur að skoða hið smáa, þess sem vex og hefur ekki eins hátt en vex samt. Hvað er verið að segja okkur þar?         

sma reynir 350

Þetta litla reynitré er fullt af lífi og krafti. Í því felst allt sem þarf til að verða stórt ilmandi tré sem gefur fuglum og mannfólki skjól. Inni í þessu litla tré er mikill lífskraftur, kraftur kærleikans sem gefur von og trú á að lífið geti verið betra fyrir alla.

Það er vor í lofti og kominn tími fyrir breytingar. Kærleikskraftur náttúrunnar er sá kraftur sem við vöxum í. Við verðum að vernda náttúruna annars hættum við hreinlega að vaxa. Förum nú aðeins út, skoðum náttúruna sem er að vakna. Hlustum, opnum augun og opnum hjartað. Við búum ennþá þannig að við þurfum ekki að fara langt til að njóta friðar og kyrrðar í óspilltri náttúru. Erum við tilbúin að fórna þessu? Fyrir hvað erum við að fórna hinni mögnuðu náttúru okkar? Hver er ágóðinn? Hann er enginn, það þarf ekki flókið reiknisdæmi til að sjá það.

Verndum náttúruna í stóru og smáu. Hugsum áður en við framkvæmum. Hugsum með hjartanu, í gegnum hjartað tengjumst við lífi náttúrunnar og mannlífsins alls. Verndum lífið, verndum náttúruna, verndum okkur sjálf og börnin okkar. 

Í vor kjósum við með hjartanuHeart við kjósum Íslandshreyfinguna - Lifandi land. Það er eina leiðin til að vernda náttúruna okkar og stíga inn í framtíðina.

Hafið þið séð hvað heimasíða Íslandshreyfingarinnar er glæsileg? kíkið á http://www.islandshreyfingin.is/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Góður pistill.  Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 3.5.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Það er gaman að sjá að Íslandshreifingin er að vinna á.

Hver veit?

K: ásgeir

Ásgeir Rúnar Helgason, 5.5.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband