Framtíðin byrjar í Hafnarfirði

Úrslitin eru ljós í Hafnarfirði:  Ekki stækkun á álverinu í Straumsvík! Þvílík spenna í bænum mínum. En nú er þetta á enda og fólk getur farið að anda aftur. Ég vona að fermingarveislurnar á næstunni verði friðsamar... 

Nú förum við að byggja upp grænna og vænna samfélag. Ekki þar fyrir að Hafnarfjörður er mjög vænn bær og hefur alltaf verið. Álverið verður þarna áfram í mörg ár enn, það er ekkert atvinnuleysi í Hafnarfirði svo þetta er í góðu lagi.

Nú verðu spennandi að sjá hvernig kosningabaráttan í vor fer. Það er greinilegt að umhverfismál er málið í dag. Við erum að sigla inn í nýja tíma, gamli grái tíminn er að hverfa, við viljum hreina bjarta framtíð. Framtíð sem er fyllt vonum og bjartsýni, öflugum tækifærum og nýsköpun, jafnræði fyrir alla.

Kíkið á nýja heimasíðu Íslandshreyfingarinnar - Lifandi land: www.islandshreyfingin.is  þar liggur framtíðin...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband