Fuglasöngur og haglél

 

ţröstur 3 290

ţröstur 171

 Í dag horfđi ég út um gluggann og sá sól skína í heiđi! Hélt ađ nú vćri sko tćkifćriđ ađ "hlaupa" út međ myndavélina. Ţegar ég var komin í peysu og úlpu og skó og grifflur .... ţá var komiđ haglél! og svo slydda og svo rigning og..... ć, ţađ er víst íslenskt haust. hahaha 

Ég ákvađ ađ fá mér bara góđan kaffisopa og skođa myndirnar sem ég tók í Hellisgerđi um daginn.

Á međan ég var ađ fletta í gegnum myndirnar á tölvunni heyrđi ég ţennan yndislega söng fyrir utan gluggann. Ég greip myndavélina og smellti nokkrum myndum af ţröstunum. Ć, hvađ er yndislegt ađ horfa á ţá borđa reyniberin og ţeir syngja í kór međ öllum hinum smáfuglunum sem búa hérna í kring. Ţvílík dásemdar paradís. 

 

logandi runni 1000

 Logandi gulur runni. Svo allt öđruvísi en allt í kringum hann. Ćtli honum leiđist ađ vera sá eini guli? eđa ćtli hann sé kannski bara ánćgđur međ ţađ? Ţađ er auđvitađ fjölbreytnin í ţessu sem öđru sem gefur lífinu gildi.  

ţröstur 2 171

 

 

 

Fuglarnir syngja allir áfram saman í kór og raddir ţrasta, stara, ţúfutittlinga og glókolla og gott ef ekki heyrđist í englum inn á milli, mynda svo fallegan samhljóm ađ mađur fćr tár í augun af einskćrri hamingju. Fiđrildi flögra í hjartanu og sálin svífur međ hljómunum. Meira ađ segja kettirnir liggja bara og lygna aftur augunum og svífa inn í draumaheima.

 

Lífiđ er svo dásamlegt Joyful

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband