Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Fullt tungl og meira um dásamlegu krúttin :-)

Síðast liðin helgi var svo dásamleg! orka hennar lifir áfram. Fullt tungl og mikil orka friðar og fegurðar.

tunglskin-i-trjanum.jpg

Sameinað ákall hjartna og huga hinna mörgu skilar sér í sterkri friðar og verndaruppbyggingarorku.

Og þetta var bara byrjunin.....

HeartHaloHeart

En nú í skiljanlegri hluti Wink Hér er mikið Líf og fjör á mörgum sviðum og hæðum hússins Joyful

hver-a-korfuna_2.jpg

 Þetta er sko stuðleikur!

hver-a-korfuna_3.jpg

Leikurinn fjallar um æfinguna "að verja húsið"...

hver-a-korfuna.jpg

Þau eru svo lítil og dásamleg krútt en finnst þau sjálf vera svo stór og ógurleg InLove

sumir-horfa-bara-a.jpg

Sumir horfa bara á, það þarf líka að hvíla sig vel á milli þegar maður er svona lítill Joyful

joli-litli-hugsi.jpg

Það er líka svo margt að skoða og hugsa um. Svo óskaplega margt að læra í þessum heimi. 

er-ma_ur-krutt-e_a-hva.jpg

Og þegar maður er kisi þarf maður líka að kunna að sitja bara og vera krútt... InLove


Kisukrútt flytja að heiman :-)

Fyrrakvöld var rosalega skemmtilegt hjá okkur. Þá kom hún Sigrún bloggvinkona mín, Steini maðurinn hennar og prinsessurnar þeirra tvær: Eydís og Þórdís. Svo komu líka Guðni bloggvinur minn, bróðir hennar Sigrúnar og mamma þeirra! Pælið í því hvað maður er lánsamur að kynnast heilli stórfjölskyldu, þremur kynslóðum í gegnum bloggið og svona líka yndislegt fólk JoyfulHeart

Hann Guðni var svo notalegur að senda mér myndir sem hann tók og gefa mér leyfi til að setja hérna inn á bloggið. Þannig að allar myndirnar við þessa færslu eru frá Guðna, takk kærlega Guðni og bestu kveðjur til ykkar krúttsálufélaganna Joyful

img_9487.jpg

Þarna er Guðni með Magna litla Mafíukisa að kveðja mig. Litli kisi fékk að flytja til Guðna og Pútín stórakisa og ég veit þeir eiga allir eftir að hafa það rosalega gott og skemmtilegt saman. Kíkið bara á bloggið hans Guðna Joyful

img_9462.jpg

 Sigrún og hennar fjölskylda féllu fyrir "Mýslu litlu" sem fékk að flytja heim til þeirra. Þar verður dekrað við hana það leynir sér ekki á myndunum á blogginu hennar Sigrúnar InLove Endilega kíkið þangað, mig vantaði tilfinnanlega myndir af yndislegu prinsessunum Þórdísi og Eydísi en það eru myndir af þeim á blogginu hennar Sigrúnar. Þar sést líka þegar Simbi stórikisinn þeirra tók á móti "Mýslu litlu" þegar hún flutti inn Joyful

 img_9467.jpg

Mamma eða amman eiginlega Wink varð auðvitað að fá að "máta" líka. 

img_9470.jpg

Það fór greinilega vel á með þeim. Litlu kisurnar voru báðar alsælar með fólkið sem þau voru að flytja til. 

Lady Alexandra er semsagt búin að gefa alla sína kettlinga á ný heimili. Edda er búin að lofa tveimur, þannig að nú eru aðeins 5 ólofaðir kettlingar eftir. Eddubörn eru rétt rúmlega 7 vikna og Völubörn rúmlega sex vikna, þannig að þau eru ekki alveg tilbúin að flytja ennþá.

 img_9531.jpg

Það var eins og Alex skyldi að hún var að kveðja börnin í síðasta sinn. Hún knúsaði þau og kvaddi vel og svo hlýlega og fallega. Hún var greinilega sátt við fólkið sem þau voru að fara til. Hún kallaði aðeins einu sinni um kvöldið á kettlingana en svo var eins og hún mundi. Þannig að hún fór bara að sofa, hún er orðin gömul og reynd hún Lady Alexandra og veit að það er þetta sem gerist.

img_9550.jpg

"Bless elskurnar mínar og munið nú allt sem ég kenndi ykkur"

img_9549.jpg

"knúsiknúsiknúsiknús......" Heart

img_9570_769031.jpg

 Nú getur hún Lady Alexandra farið aftur í aðaldekurhlutverkið á litla heimilinu sínu hérna niðri, engin samkeppni við börnin hennar. Hlutverki hennar við uppeldi barnanna sinna er lokið og nú taka Magni Mafíukisi og "Mýsla litla" til við að ala upp sínar nýju fjölskyldur WinkGrin

 


Nýtt ár og ný ævintýr...

Nýtt ár byrjar með vorveðri ... eða er þetta haustveður? Allavega ekki alveg "venjulegt" janúarveður. En þetta ár verður örugglega ekkert "venjulegt" heldur. Ýmislegt breytist en það er sumt sem aldrei breytist og það er krúttleikastig kettlinga InLove

bast-og-eg.jpg

Sæl og blessuðSmile  Bast og ég heilsumst hátíðlega í einum hlutverkaleiknum Joyful

elin-litla-a_-halla-ser.jpg

Er "maður" sætastur eða hvað? InLove Þetta er hún Elín litla sem flytur til nýja eiganda síns eftir ca tvær vikur.

alex-me_-fjogur.jpg

Hennar hátign Lady Alexandra með fjögur af sínum fimm: Obama, Mýsla litla, Bangsi og Snati. (já ég veit þetta eru skrítin kisunöfn en hundurinn okkar heitir líka Dúfa.... Sideways ) Obama og Tígri bróðir hans fluttu saman á nýtt heimili og Bangsi fer á föstudaginn. Mýsla og Snati eru ólofaðir ... ef þig vantar einn ... Tounge

allt-ver_ur-leikfang.jpg

 Þetta eru algjörir fjörkálfar! Álfur litli og Jóli hasast þarna saman og Elín litla nagar skottið á Jóla á meðan. Það verður ALLT að leikföngum í loppunum á þeim!

tveir-dokkir-kruttulingar.jpg

Ég verð að játa að mér verður ekki mikið úr verki þessa dagana, gæti bara dúllað mér hjá þessum krúttum allan sólarhringinn Heart Það er eins og þau séu í eilífum hlutverkaleikjum, stundum er einhver skrímslið og hinir þurfa að yfirvinna það. Stundum er kassi eða gömul skóreim eða krumpað umslag mjög spennandi bráð. Svo er ómetanlegt að hafa systkinin fyrir fórnarlömb eða óvætti eftir því hvaða leik er verið að leika þá stundina Grin

knus-mamma-min-edda-og-tvis.jpg

 Svo þarf regulega að taka smá pásu í fjörinu til að knúsa aðeins  InLove

mysla-litla-krutt.jpg

Það þarf líka að kunna að "pósa"...

embla-sol-me_-snata.jpg

Aldrei mjög leiðinlegt hjá þessum tveim Joyful

embla-sol-me_-obama.jpg

Það er nú ekki amalegt að búa með svona dásemdarkrúttum og gleðigjöfum InLove

embla-me_-krutt.jpg

 Lífið er svo dásamlegt alla daga. Hvort sem maður hefur einhvern fyrir skrímslið, bráðina, leik- eða knúsufélaga þá er alltaf til efniviður í góðan og spennandi dag Joyful

Knús og ljúfan dag til ykkar elsku bloggvinir og aðrir sem "álpast" hingað inn að lesa Heart


Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár elskurnar og þakka ykkur jákvæð og yndisleg samskipti á liðnu ári Joyful Þið bloggvinir mínir eruð mér svo dýrmæt.

flugeldar-palmatre.jpg

Lífsins tré hefur heilar og brotnar greinar og jafnvel þó það rifni að hluta upp með rótum, heldur það áfram  að vaxa og vex alltaf upp í átt að birtunni.

Það reynir á að vera til og það er ekkert verra að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Lífið verður örugglega erfiðara á næstu misserum, áður en það verður betra aftur.

En er einhver sem sér eftir þeim tíma sem var? Er betra að lifa í ímyndun um velgengni? Nei, nú förum við að lifa raunverulegu lífi og gerum það líf bara nákvæmlega eins og við viljum hafa það. Meiri jöfnuð og betra mannlíf. 

Nú reynir á að þora að ganga traustum, öruggum, ákveðnum en friðsömum skrefum inn í nýtt tímabil sögu okkar. Horfa áfram en ekki aftur á bak. Horfa til þeirrar framtíðar sem við viljum sjá og stefna þangað. 

_lfur-me_-blys-1.jpg

Njóta þess sem við höfum og byggja upp á þann hátt sem við VILJUM hafa uppbygginguna. 

_lfur-me_-blys-1a.jpg

Göngum áfram fyllt von og leyfum Ljósinu að leiða okkur rétta leið að betra lífi.  

flugeldar-3b_763583.jpg

Ljósið er alltaf til staðar, við þurfum "bara" stundum að kyrra okkur til að sjá það. 

Vonin leiðir okkur þangað sem við viljum fara svo það er betra að vona í jákvæða átt, ekki satt? Halo


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband