Sumarið og haustið dansa saman á litríkan hátt og keppast um yfirráðin

Þessi árstími er heillandi fyrir augað en jafnframt tilvalinn til íhugunar. Það er alltaf eitthvað í tilveru okkar sem við þurfum að kveðja eða hvíla.

Stundum án þess við viljum það en oft að eigin vali og í fullkominni sátt. 

birkikvistur-a_-hausti.jpg

Allt hefur sinn tíma og ný tímabil Lífsins kalla á nýja hugsun og ný viðhorf innra með okkur. Það getur verið gott að setjast niður og hugsa um hvað við kveðjum og hvers vegna. Og hvað það er sem við vitum að við ætlum bara að hvíla en mun vitja okkar aftur.

hunangsfluga-i-lisuros.jpg
 
Býflugan og geitungurinn njóta síðustu næringardaga þessa sumars til að safna sér forða. 
 
geitungur-a_-hausti.jpg
 
Þær njóta þess að fljúga um og syngja á meðan hægt er, þar til kemur
tími ytri hvíldar og innri vaxtar.

stella-a_-undirbua-hausti.jpg

Stella mín gaf okkur góða kirsuberjauppskeru þetta sumarið. Nú er hún að gera sig klára í næsta kafla lífs síns. Tímabil hvíldar til að nærast hið innra og undirbúa vöxt og ávexti næsta tímabils þar á eftir. Nú gefur hún okkur gleði litadýrðar sinnar og tíma þakklætis.

scarlet-hit-close-up.jpg

 Hún er smávaxin þessi rós, maður þarf að beygja sig til að njóta brosa hennar og fegurðar.  Beygja sig í hnjánum og lyfta gulnuðum blöðum annarra plantna sem eru vissulega meira áberandi. Svo teygir maður sig til að sjá og finna daufan en yndislegan ilminn.

Og það er svo sannarlega þess virði að hafa sig eftir þessari dásemd.


starrar-i-reyninum-3.jpg

Þessi árstími þýðir endalok og upphaf. Hvorutveggja felur í sér litafegurð sem örvar sköpunarorku okkar og innri gleði.

Laufin falla í litagleði sinni og gefa jarðveginum næringu til að vinna yfir hvíldartímann í myrkrinu og kuldanum. Vitandi að með birtu næsta vors nýtist sú næring endurnýjuðu lífi inn í ný ævintýri Lífsins.

_lfarosin-i-hamingjubloma.jpg

Leyfum okkur að staldra við og taka fegurðina alla leið inn í hjartað, gerjast þar og vaxa og spretta síðan fram af einskærri gleði þegar birtir til á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg færsla og flottar myndir Takk fyrir mig Ragnhildur mín.  Svo sannarlega er þetta fallegur tími. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2009 kl. 09:14

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér kærlega fyrir Ásthildur já þetta er fallegur árstími.

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.9.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband