Stella kirsuberjatré og bíræfinn þjófur ...

Ég hef öðru hvoru minnst á hana Stellu vinkonu mína kirsuberjatré. Ég hélt hún ætlaði ekkert að blómstra í vor, síðan komu þessi fallegu hvítu blóm og dreyfðu sér um allt tréð.

stella-me_-lou-og-hunangsfl.jpg

Þá tók við spennan um hvort einhver ber kæmu út úr þessu. Ég hafði nú ekki mikla trú á því hérna svona langt norður í hafi en ...

berin-hennar-stellu.jpg

Jú jú, Stella fór fram úr öllum væntingum og berin byrjuðu að vaxa.

kirsuber.jpg

Og urðu svona lika fallega rauð og við gátum smakkað mmmmm..... fyrsta berinu var skipt í þrennt svo amman, afinn og Embla Sólin mín gætu notið þess öll Joyful

Í morgun þegar ég kom út í garð, mætti mér þessi þjófur! ....

geitungur-thjofur.jpg

!!! einn lítill geitungur búinn að éta hálft ber! það er eins og ef ég settist niður og æti heilt tonn!

Ég gat nú samt ekki annað en hlegið ... eftir að ég hafði samt öskrað á kvikindið ...

kirsuber-i-skal.jpg

Ég náði samt fullri lítilli skál af dásemdar berjum mmmm ... oh ég vildi ég gæti gefið ykkur öllum að smakka.

Ég sver það mér finnst það nálgast kraftaverk að hafa kirsuberjatré í litla garðinum mínum.  Hérna lengst norður í Atlantshafinu, sem gefur af sér þessa líka yndislegu veislu!

Þvílíkt dekur sem Lífið bíður manni upp á Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Trúðu mér það ER kraftaverk.  Mikið er gaman að þessu Ragnhildur mín. Og myndirnar frábærar.  Nammi namm.... slurb..

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2009 kl. 18:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ummmm ég finn bragðið, man þegar ég var í Norge og maður týndi sér alls kyns ber af runnum og trjám, eftir árstíð.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2009 kl. 19:42

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ásthildur og Ásdís, þetta er rosalega skemmtilegt, við trúðum því aldrei fyrir tveimur árum þegar við keyptum tréð að það myndu í alvöru vaxa ber og hvað þá svona góð alvöru kirsuber!

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.8.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er bara frábært að þessi líka flottu ber skuli vaxa á Stellu. Hún er líka búin að vera dekruð í allt sumar, ekkert skrýtið að hún verðlauni þig með þessum hætti  Ekkert smá girnileg ber  Nú er bara að vakta að engir þjófar komist í þau..

Knús knús elsku Ragnhildur, sendi ykkur ljós

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.8.2009 kl. 23:03

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já Sigrún við reynum að bjarga berjunum inn í tæka tíð. Ég þarf hins vegar að berjast á móti geitungageri til að komast að þeim! hahaha aldrei lent í öðru eins  haha en ég er ekkert hissa á þeim, þetta eru æðislega góð ber

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.8.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband