Friðsamlegur stórviðburður

Dúfa-og-Magni-í-sófanum
 
Meinleysi og umhyggja (non-violence and compassion), þessi einföldu en djúpu orð sem Dalai Lama notaði í viðtalinu í sjónvarpinu í gærkvöldi.
Hugsaðu um það, ef allir tæku þessi orð sem sín og færi eftir þeim, þá væri heimurinn "dáldið mikið" öðruvísi en hann er í dag.
 
Sannleikurinn er svo einfaldur, af hverju er svona erfitt að fara eftir honum? ......
mbl.is Samtrúarleg friðarstund í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég held það sé ekki svo erfitt að fara eftir þessu fyrir "venjulegt" fólk. Það eru valdagræðgi og peningagræðgi í "hákörlunum" sem eyðileggja fyrir hinum... Milljónir manna þyrftu ekki að búa við ólíðandi aðstæður, það er til nóg fyrir alla.

Ég sjálf reyni alltaf að verða betri manneskja í dag en í gær, ef allir reyna það, verður það fljótt að "smitast" Friðarknús

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.6.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já Sigrún, nákvæmlega ég einmitt held svo upp á þessa setningu "að reyna að vera betri í dag en í gær". Höldum því bara áfram

Friðarknús til ykkar

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.6.2009 kl. 11:00

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst svo margt gott sem hann segir, vonandi dreifir friðar og umhyggju boðskapurinn sér yfir heiminn. Myndin af dýrunum þínum er hreint yndisleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 15:01

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ragnhildur mín hugsum okkur hve veröldin væri betri ef við hlustuðum á menn eins og Dalai Lama, eða bara leyfðum okkur að vera til og vera þær kærleiksríku verur sem við í raun og veru erum og getum orðið.  Höfum allt til þess.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband