Frelsi til að eiga framtíð

Nú er þingað á ýmsum stöðum um fortíðina, nútíð og hugsanlega framtíð. Maður veltir fyrir sér hvert stefnan verður sett eftir næstu kosningar. Verður reynt að finna aftur leiðina sem við vorum á? Plástra og staga, rífast og hefna og fara svo aftur nákvæmlega í sama farið?

Eða verður viljinn nægur til að velja almennilega stefnumótun? Verður kjarkurinn til staðar sem þarf til að velja nýja leið? Leið sem er vænleg til langtíma árangurs? 

Ætlum við að vaða áfram í blindni og þoku og treysta á að "þetta reddist"? Eða þorum við að líta inn í okkar eigið hjarta og hugsa þaðan? Velja og hafna? ÁKVEÐA HVERT við VILJUM stefna?  

bjart-handan-skogarins.jpg

Við erum í miðjum dimmum skóginum ennþá. Mér finnst ég sjá ljós hinumegin, ekki bara smá tímabundið ljós í einu rjóðri heldur útleið út úr myrkrinu, alveg út úr þessum flækjuskógi. 

 skopunarmoguleikar-undir.jpg

Það eru miklir möguleikar og mikill sköpunarkraftur í okkar litlu þjóð og okkar magnaða landi. Eins og könglar eru fræhulstur grenitrjánna og boða hugsanlega mörg ný tré ef þau fá frelsi og andrými til að vaxa og verða stór. Gefa af sér og skapa ný tré, þannig getum við gefið nýjum hugmyndum og nýjum tækifærum, pláss og aðstoð til að vaxa. Allir og allt þarf næringu og umhyggju til að þróast áfram og dafna. 

ljosi_819646.jpg

Ljósið er alltaf til staðar, við þurfum bara að líta eftir því og leyfa því að vísa okkur veginn. Það eru leiðir út úr skógarflækjunni sem við erum í núna. Það er EKKI nóg að elta hvaða ljósglætu sem er. Það þarf bara að skoða frá hjartanu, þá er augljóst hvaða ljós er hið raunverulega ljós sem leiðir okkur til betri vegu. 

 elf-house-in-the-park.jpg

Við þurfum að hinkra við, líta inn í okkar eigið hjarta og skoða.... þora að taka ákvörðun um að vilja fara þá leið sem er best fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Það er núna á næstu vikum sem valið fer fram. 

sol-uti_-sol-inni-1500_819651.jpg

Hvernig framtíð viljum við?

embla-byggir-framti.jpg

Það er okkar ábyrgð í dag að velja hvort afkomendur okkar hafi raunverulega möguleika til að byggja heilbrigða framtíð fyrir sig og sína. 

Í hvaða ástandi ætlum við að skila landi og þjóð áfram til þeirra....?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær færsla! Falleg og sönn. Með hjartanu - það er nú málið, ég er sammála því.

Jóhanna Jensdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Vel skrifað hjá þér. Við þurfum að vanda valið og ÞORA, eins og þú segir, að gefa nýjum hugmyndum tækifæri.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.3.2009 kl. 20:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Virkilega flott samantekt og myndirnar undirstrika svo vel það sem þú ert að segja Ragnhildur mín.  Já skyldum við hafa kjark til að breyta?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 10:57

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Jóhanna, þakka þér fyrir., það er hjartað og vitið þar sem skiptir öllu máli

Sigrún, þakka þér fyrir. Ég er á því að núna stendur valið um það, hvort við þorum að líta út fyrir gömlu kassana

Ásthildur, þakka þér fyrir, já það er spurning um kjarkinn. Þorum við nýjar leiðir? Ég vona það, við erum búin að sjá að gamla leiðin virkar ekki. Hún virkar ekkert betur þó við förum hana aftur.... 

Ragnhildur Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband