Jólabað ...

Ég er í alvarlegri afneitun þessa dagana. Nenni ekki lengur að fylgjast með neikvæðri umræðu og rifrildi milli allra flokka og fylgjenda þeirra. Allir bulla og rífast um eitthvað sem skiptir engu máli og enginn skilur hvort sem er, á meðan skútan sekkur þegjandi í bakgrunninum. Þegar maður er farinn að skamma sjónvarpstækið sitt upphátt, já þá er betra að fara að hugsa eitthvað annað.

Þannig að ég ætla frekar að fylgjast með einhverju eðlilegu og fallegu eins og t.d. dýrunum á heimilinu. Joyful óvænt? já, einmitt mjög óvænt útspil hjá minni, ég held allavega nokkurn vegin sönsum á meðan Wink

Það fór semsagt fram mjög ákveðið Jólabað á borðstofuborðinu. 

1-edda-a_-thvo-jola.jpg

Hann Jóli litli er eini kettlingurinn eftir á heimilinu. Hann er að bíða nýja heimilisins en er hættulega mikið krútt og skemmtilegur, það verður erfitt að láta hann fara þegar sá tími kemur.

Hann á, fyrir utan mig, tvær mömmur. Mömmu sína hana Völu og svo Eddu systur hennar. Þær sáu orðið saman um sín börn og nú þegar Jóli er einn eftir, já þá fær hann tvöfalda umhyggju sem felst meðal annars í því að hann sleppur sko ekki við baðið!

2-edda-a_-thvo-jola.jpg 

Það var alveg sama hvað hann mótmælti og hvað dúkurinn fór í kuðl undir þeim á borðinu, Edda gaf sig ekki. 

3-edda-a_-thvo-jola.jpg

Þennan litla Jóla skal þvo vel á bakvið eyrun! Like it or not! LoL

joli-glaesilegi.jpg

En það sem hann var stoltur og flottur á eftir InLove

En það voru fleiri baðaðir á bænum. Cool

Stóri kisustrákurinn okkar hann Herra Albus Dumbledore var alltaf mikill vinur Punkts hundsins okkar sem dó síðastliðið haust.

albus_og_punktur_1_1000_801054.jpg

Albus saknaði hans mikið en hefur nú fundið út að það er hægt að nýta Dúfu í ýmislegt...

Punktur nefnilega þreif alltaf Albus þegar hann kom inn óhreinn og blautur úr rigningu og hasar í Hellisgerði.

dufa-a_-thvo-albusi-2.jpg

Nú hefur Dúfa fengið það hlutverk að þrífa og knúsa Albus þegar hann kemur inn þreyttur og blautur eftir að hafa varið heimilið í hvernig veðri sem er.

dufa-a_-thvo-albusi-4.jpg

 Dúfa fer ekkert mjög varlega, soldið brussuleg en Albus tekur viljann fyrir verkið Tounge

dufa-a_-thvo-albusi-3a.jpg

 Og þau eru bestu vinir, þau þekkja hvort annað og vita að við þurfum ekkert að vera öll eins til að geta verið vinir. Joyful

albus-slakar-a.jpg

Mann syfjar bara að horfa á hann..... góða nótt Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

 Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.2.2009 kl. 06:36

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Æ hvað maður bráðnar alltaf jafn mikið fyrir þessum dýrum. Jóli er ekkert smá tignarlegur og flottur köttur og heppinn að vera núna "einkabarnið" og fá allt þetta dekur. Og ekki amalegt heldur fyrir Albus að fá svona gott bað. Ætli þetta sé ekki svona nýtísku bað-með-nuddi!

Mikið yrði það ánægjulegt ef hin tíkin, þ.e. pólitíkin, mundi nú átta sig á því að við getum alveg unnið saman og verið góð hvert við annað, þrátt fyrir að fylgja sitt hvorum flokknum.

Bestu kveðjur frá okkur Dorrit Engli

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.2.2009 kl. 08:13

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

María

Sigrún, já þau eru algjörar dúllur þessi litlu krútt á heimilinu. Jóli er við það að verða fordekraður og rosamikið baðaður hahaha

Og segðu með pólitíkina! nákvæmlega!við þurfum að vinna saman annars komumst við aldrei út úr þessu ástandi. Nýta hæfileika hvers og eins og hlusta á allar hliðar. Finna það sem sameinar en ekki alltaf að leita að því sem sundrar.

knús og kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.2.2009 kl. 10:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg eru dýrin þín Ragnhildur mín, það er nú munur eða mannfólkið upp á Þingi. Þau mættu ýmislegt læra af blessuðum dýrunum ekki satt?  Sérstaklega þetta:   við þurfum ekkert að vera öll eins til að geta verið vinir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2009 kl. 10:27

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Ásthildur. Já mannfólkið getur ýmislegt lært af dýrunum, það er alveg á hreinu

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.2.2009 kl. 23:13

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hann Jóli litli sæti er í þessum skrifuðum orðum að ganga frá ísbirni á miðju stofugólfinu! Sem betur fer er þetta nú bara lítill hvítur bangsasnáði en tilþrifin hjá Jóla! ég og nokkrar aðrar kisur getum ekki farið að sofa af því við þurfum aðeins að horfa lengur.....

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.2.2009 kl. 00:28

7 Smámynd: gudni.is

Það er yndislegt að vanda að sjá myndirnar og lýsingarnar hjá þér af lífi dýranna á heimilinu. Þetta eru þvílíkt frábær og yndisleg krútt!!

Allt gengur ljómandi vel hjá okkur Magna litla Mafíukisa. Hann er í þvílíkt góðu dekuryfirlæti hérna hjá mér og er alveg rosalega ánægður með lífið. Hann er mjög góður og kelinn og er duglegur við að knúsa pabba sinn  Algjör rúsína! Hann er líka mjög fjörugur og líflegur, er jafnvel hálgerður skaðræðisgriður á köflum  Hann hefur sérstakt lag á því að naga í sundur hinar ýmsu snúrur og gardínubönd en ég er búinn að gera ýmsar ráðstafanir til að minka slíkt.

Mér finnst frábært að sjá hversu vel það gekk hjá þér að koma öllum kettlingunum á góð heimili. Þetta var svo mikill fjöldi af krúttum. En frábært að finna góð heimili fyrir alla.

Kveðja frá Guðna og Magna litla Mafíukisa

gudni.is, 1.3.2009 kl. 20:43

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegt að heyra Guðni Það var alveg frá því þið hittust fyrst, greinilegt að kisi litli valdi þig.      En, úps, já, huhum snúrur....  ég kannast við það. Fartölvusnúran mín er öll teipuð saman með grænu einangrunarbandi..... eftir að ein slík snúra var alveg eyðilögð fyrir nokkru síðan (ný kostaði þá 7þús kr. )   .... en þau eru samt krútt þessar elskur haha

Guðni og Magni litli Mafíukisi við Magni litli Víkingakisi sendum bestu kveðjur til ykkar

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.3.2009 kl. 23:12

9 Smámynd: gudni.is

Já ég hef einmitt nokkrum sinnum hugsað um þá stund sem við Magni hittumst fyrst hjá þér. Þá var engu líkara en að hann hafi valið mig

Já snúrumálin eru svolítil barátta. Ég hef tekið upp á því sama og þú gerðir að teipa viðkvæmar snúrur eins og t.d. í fartölvunni minni með einangrunarlímbandi og gera snúrur þannig kettlingaheldar

gudni.is, 2.3.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband