Saman, það er best að vinna saman...

Svona á að gera þetta! Eina leiðin til að komast út úr þeirri kreppu sem við erum komin í er að vinna saman. ALLIR sem einn og ekkert flokka- fyrirgefiði-kjaftæði.

Dúfa-og-Magni-í-sófanum

Við eigum öll sameiginlegt markmið: að vinna okkur UPP. 

Við erum lítil þjóð, sem hefur bæði kosti og galla. Kostirnir eru að við finnum öll að við erum ein fjölskylda, við þurfum að hugsa þetta þannig. Það eru ýmsar týpur í öllum fjölskyldum, ýmsar skoðanir í fjölskylduboðunum en allir hafa rétt á sínu. Við getum samt öll setið við sama borð og notið þess að vera þjóð saman og vinna þetta saman. 

Fjölskyldan okkar, þjóðin, er fjölbreytt og býr yfir miklum og ólíkum hæfileikum og það eru hlutverk fyrir alla, sumir fara í að hreinsa út, aðrir að endurskipuleggja, búa til nýtt ofl en öll þurfum við að hjálpast að við að byggja upp. Og byrja á því að byggja upp trúna á að við getum í alvöru byggt upp. 

Ég trúi því að við getum þetta vel. Við erum ótrúlega klár og dugleg þjóð... þegar við viljum. 

... en hvað er svosem að marka mig.... 


mbl.is „Mjög góður fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég missi mig alltaf af hamingju þegar ég skoða dýramyndirnar hjá þér, ein á dag og ég verð aldrei framar döpur

Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er sko bara heilmikið að marka þig. Það er nefnilega málið, að það þarf að hlusta og taka mark á fólkinu í landinu. Það er ekkert land ef ekkert er fólkið. Það er ekki spurning að fólk á eftir að standa saman, núna og næstu árin. Það er það sem gerir okkur kleift að byggja allt upp á ný.

Krúttleg myndin, og sýnir svo vel hvað það er auðvelt að standa saman þrátt fyrir mismunandi einstaklinga

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.2.2009 kl. 16:55

3 identicon

eina leiðin til að vinna sig úr úr vanda er að gera það í samráði við þá sem eru samskipa manni í ferðinni. mikið vildi ég óska þess að allir færu að skilja það.

Hanna (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 09:20

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk Ásdís mín, það er sko ekki vandamálið að setja inn krúttdýramyndir þó ekki væri nema til að gleðja þig

Þakka þér fyrir Sigrún Það þarf einmitt að hlusta á fólkið í landinu og manni sýnist "St." Jóhanna og félagar vera að gera það Vonandi allavega. Við þurfum svo sannarlega að vinna saman, ég get aldrei skilið þetta sundurlyndi alltaf hreint. Það er bara svo einfalt að við vinnum betur saman og sérstaklega þegar hver og einn nýtir sína hæfileika og krafta. Og svo er það bara miklu skemmtilegra líka

Já Hanna við þyrftum að átta okkur á því að við siglum í sama skipinu "like it or not" og þurfum að róa í takt. 

Knús á ykkur allar

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband