Kettlingar í boði á góð heimili :-)

Aðeins 3 (af 12!)dásamlegir og skemmtilegir krúttukettlingar ennþá á lausu og fást gefins á góð heimili. Einn þeirra er 10 vikna en tveir eru 9 vikna.

 

3-krutt-vantar-ny-heimili.jpg

 

Eru þeir krútt eða hvað? InLove

edda-me_-albus-jr.jpg

Þetta er önnur mamman, hún Edda og sonur hennar sem við köllum Albus jr. eftir frænda hans :-)

vala-me_-_lf-og-snjotigrann.jpg

Vala með Álf litla krúttkisa (svarti brúskurinn til fóta;-) og Snjótígrann kraftmikla og fagra. InLove

Mömmurnar eru systur og sjá saman um uppeldið og gefa oft kettlingum hvorrar annarrar á spena. Þær eru alveg dásamlegar mömmur og yndislegt að fylgjast með þeim í uppeldisstörfunum. Bæði ljúfar og blíðar en ákveðnar þegar á þarf að halda  Joyful

Kíkið á fleiri myndir í albúminu til hliðar sem kallast "litlu kraftaverkin" Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég trúi því að þessum krúttum séu ætluð góð heimili. Bestu kveðjur úr Grindó, þar sem Dorrit og Simbi kúra núna saman 

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.2.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábærar fréttir Sigrún! Sko krúttið að ná þessu, nú verða þau bara bestu vinir hér eftir, það er ég viss um

Já, veistu ég trúi því að fyrst 9 þeirra eru komnir á frábær heimili, á ekki lengri tíma, hlýtur þessum 3 að vera ætlað það líka.

Bestu knúskveðjur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 22:05

4 identicon

Sæl veriði, það gengur vel hjá mér og tígra, sem reyndar börnin ætla að nefna brand,tristan eða skrekk, læt þig vita hvað kemur útúr því hehehe. Hann malaði hinsvegar í fyrsta skipti hjá mér í kvöld, honum leiðist ekki dekrið;-) hehehehe og svo er víst komin kanína á heimilið líka, og það fer vel á þeim...allavega ennþá.

Kveðja úr grafarholtinu, Arnar,tristan og kata kanína

Arnar (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband