Framtíðin? hvað segir hún?

Við hjónin sitjum heima og getum ekki annað. Við veltum fyrir okkur framtíðinni: hvað verður? hvert erum við að fara? Hvað má lesa úr þeim táknum sem náttúran gefur þessa dagana?

Ég horfði til himins að leita svara, og hvað blasti þá við mér?

go_aerisleifar_776355.jpg

"Góðæris"leifar, hvert sem litið er!  

Risakranar vomandi yfir hálfbyggðum byggingum.

fegur_-me_-kronum.jpg

En sólin sest yfir leifarnar og fylgifiska "góðærisins". 

Spurningin er: Yfir hvað rís sólin svo aftur?

horft-vanda_776359.jpg

Ég reyndi að vanda mig hvert ég horfði. Er ekki örugglega vonargat þarna? Ljós og birta í fjarska?

embla-les-i-spil.jpg

 Kannski Embla Sól sjái eitthvað inn í framtíðina?

hva_-skyldi-thetta-svo-thy_a_776364.jpg

 Hvað skyldi það svo þýða sem hún sá? Það er spurningin.

horft-til-framti_ar.jpg

FriðarDúfan horfir ákveðin langt í fjarska. Hvað skyldi hún sjá? Er þetta áhyggjusvipur? Eða von?

Ég velti fyrir mér möguleikunum og sendi jákvæða strauma þangað sem ég sé ljós framundan. 

 Nú er það eins og afi minn sagði alltaf: "Við skulum sjá hvað við sjáum"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband