Krúttfærsla enn og aftur, hvernig er annað hægt með öll þessi krútt? :-)

Já, lífið snýst um kettlingakrútt þessar vikurnar. Kisufjölskyldunum var úthlutuð svíta með svefnherbergi og baði og innbyggðu eldhúsi ásamt ótakmörkuðu leiksvæði um allt hús. Dekur? já maður á að dekra kisur, þær segja það Wink

elin-lotta-i-stiganum.jpg

Þessi bráðfallega kisa sem ég kallaði Elínu eftir nýja eigandanum sínum fékk nafnið Lotta. Sem mér finnst alveg sérstaklega skemmtilegt af því fyrir mörgum árum ólum við upp ljónsunga hérna á heimilinu sem hét Lotta, systir hennar hét Lísa en það var fyrir löngu löngu síðan þó ummerki þeirra sjáist hér enn Joyful

Þær komu hérna í gær Elín Dagný og mamma hennar að sækja Lottu litlu. 

elin-dagny-og-lotta-1.jpg

Það er svo gaman að kynnast fólkinu sem tekur við kisunum. Elín Dagný er 11 ára og valdi sér kettling hérna í byrjun desember. Hún hefur komið reglulega að heimsækja hana og þannig fylgst með uppvextinum og kynnst kisu sinni vel.

elin-lotta-i-korfunni-2.jpg

Elín Dagný átti líka svo skemmtilega hugmynd að koma með körfu fyrir kisuna sína hingað og safna í hana lykt héðan svo kisa litla finni öryggi strax á nýja heimilinu í körfunni með lykt að heiman. Algerlega frábær hugmynd.  Joyful

elin_lotta_i_korfunni_3.jpg

Það var eins og hún áttaði sig strax hún Lotta litla að þetta var sko hennar karfa!

lotta-rekin-ur-korfunni-sin.jpg

Það þurfti að berjast fyrir henni...

elin-lotta-i-korfunni-4.jpg

... en hún gaf sig ekki. "Elín mamma sagði að ég ætti hana" InLove

 albus-junior-i-skonum.jpg

Þannig að Albus junior þurfti að sætta sig við gamla skó í staðinn Sideways

dufa-kikir-a-kettlinga-2.jpg

Kisumömmurnar halda Dúfu í hæfilegri fjarlægð, þær finna sennilega að hún er ennþá hálfgerður hvolpur þó hún sé orðin eins árs. En það má nú fylgjast með Smile

lyklaleikur-1.jpg

Það er endalaust gaman að leika við þessi lífsglöðu krútt. Hér er hann Ragnar sonur minn að leika sér, það er algjör heilun og endurnýjun að leika sér smástund Joyful

lyklaleikur-2.jpg

Ef þær geta kennt manni eitthvað þessi kríli, þá er það að ekki þarf flókinn viðbúnað til að fyllast eldmóði og endalausri lífsgleði. Bara smá forvitni og innra barn sem er tilbúið að leika sér, það er allt sem þarf og maður er alltaf glaður og kátur InLove

En Elín Dagný, mamma hennar og Lotta litla fóru saman heim ánægðar og spenntar að sína fjölskyldunni og þar með hundinum sem beið heima nýja fjölskyldumeðliminn.

elin-lotta-i-korfunni-1.jpg

Edda mamma kvaddi krúttið sitt vitandi það að hún fór á gott heimili. Lotta litla var algjörlega tilbúin að fara að heiman, sjálfstæð og dugleg kisa og á örugglega eftir að kenna hundinum á nýja heimilinu ýmislegt Wink  Hún getur breytt sér í íkorna á "no time" með skottið þykkt upp í loft og kryppa á bakið haha æ, hún heldur hún sé svo ógurleg en er í raun bara algjörlega dásamlegt krútt. InLove

 elin-dagny-og-lotta-3_771427.jpg

Það er svipur með þeim, finnst ykkur ekki?

elin-dagny-og-lotta-2_771428.jpg

Það er svo gott að horfa á eftir kettlingunum fara á heimili sem maður er svona sáttur við og ánægður með. Takk innilega fyrir góð samskipti Elínarnar mínar, ég hlakka til að frétta af Lottu litlu áfram. Joyful

 Enn einn kettlingurinn fer svo að heiman á sunnudaginn. Það fækkar stöðugt í hópnum, það er eins og hverju kríli hafi alltaf verið ætlað ákveðið heimili sem bara bíður eftir að þeir séu tilbúnir að fara. 

 orgelina-fegur_ardis.jpg

Lífið er náttúrulega bara dásamlegt krútt, ekki satt? JoyfulHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fæ bara tár í augun, Lotta er svo líku Bóthildi þegar hún var baby.  Ef ég væri nær þér mundi ég koma í heimsókn, annars verð ég í bænum um helgina svo maður veit aldrei.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Dekur? Já auðvitað. Kettir voru dýrkaðir sem guðir fyrir einhverjum öldum síðan, og þeir hafa engu gleymt

Bráðsniðug hugmyndin með körfuna  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.1.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband