Ljósabyltingin

Kveikjum ljós, lýsum upp veginn heim.

Í gamla daga var kveikt á ljósi í glugganum til þess að þeir sem voru að flækjast um í myrkri og óveðri gætu ratað heim. Ljósið vísaði leiðina. Í dag getum við kveikt svona ljós til að sýna samstöðu og mótmæla því ástandi sem ríkir í landinu. Við viljum mótmæla friðsamlega en ákveðið og stöðugt.

Þetta fjallar ekki um pólitík, þetta fjallar um mannréttindi. Þau mannréttindi að fá að vera íslendingur á Íslandi og geta verið stoltur af því.

Það eiga þess ekki allir kost að fara í miðbæ Reykjavíkur á laugardögum og mótmæla en vilja þó vera með. Við getum öll mótmælt myrkrinu sem lagt hefur verið á samfélagið okkar, á friðsaman hátt með því að kveikja ljós í glugganum okkar á hverjum degi þessa viku. Það þarf mótmæli alla daga, stöðuga áminningu til stjórnvalda um að þjóðin vilji breytingu og endurbætur.

Nú stöndum við saman sem þjóð. Við viljum ekki lengur flækjast um í myrkri og óvissu. Við viljum jákvæðar aðgerðir stjórnvalda innan lands sem utan, við viljum kosningar fyrir vorið. Við viljum lýðræði, réttlæti, jafnrétti og endurreisn mannorðs okkar. Við viljum endurnýjað Ísland, landið okkar allra, landið eins og því er ætlað að vera, fyrir þjóðina sem þekkir mun á myrkri og ljósi.

Kveikjum ljós á öllum heimilum og fyrirtækjum landsins.

Sýnum stjórnvöldum og ekki síður hvert öðru að við viljum rata rétta leið heim, kveikjum ljós og setjum í gluggann.

ljosi_-motmaelir-myrkrinu.jpg

Sendum þetta áfram á alla sem við þekkjum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Frábær hugmynd....er búinn kveikja...knús í kotið

Júlíus Garðar Júlíusson, 16.11.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábært Júlli og láta það fréttast

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 16:05

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Góð hugmynd. Er búin að kveikja  Stöndum saman, öll þjóðin!

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.11.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Flott hugmynd...er á leiðinni að kveikja...

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 18:34

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Geggjuð hugmynd-er á leiðinni að kveikja.

Magnús Paul Korntop, 17.11.2008 kl. 03:53

6 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Heyr, heyr, er að fara að kveikja!

 Knús og ljós til þín!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:07

7 identicon

þetta er stórkostlegt. Ég læt þetta ganga og er auðvitað búin að kveikja sjálf

Hanna (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 11:10

8 Smámynd: Linda litla

Knús á þig Ragga mín, þú ert alveg yndisleg.

Linda litla, 18.11.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband