Jæja, ...

þá eru fyrstu jólakisurnar fæddar InLove OMG hvað þessi kríli eru mikil krútt, ég fæ fiðring í magann eins og ég hafi aldrei séð svona kraftaverk áður! LoL

Semsagt ég bara vaknaði við lítil bíbb eins og smáfuglar að tísta en nei, ég kannaðist við svona bíbb. Ég hljóp framúr og æddi í hringi... mætti hinum heimilsköttunum, allir með hissasvip og hundinum sem vísaði mér á hvaðan hljóðið kom.

Við vorum nefnilega svo tilbúin að taka á móti þessum litlu ferfættu jólabörnum að við vorum búin að útbúa nokkra kassa með mjúku bæli og stykki ofaná sem auðvelt væri að þrífa eftir gotið. En hvaðan haldið þið að hljóðið hafi komið?..... úr barnavagninum....! Þar lágu þessar dásamlegu eðalkisur á dúnpoka og lambagæru. Hún Lafði Alexandra hin fagra fer nú ekki að gjóta á einhverjar gamlar gasbleyjur! Heart

lady-alexondruborn.jpg

Dásamlegir eða hvað?!InLove Í hvert skipti sem maður horfir á svona nýtt líf fyllist maður lotningu. Þvílíkt kraftaverk! Maður finnur einhverja snertingu við Guðdóminn, einhver óútskýranleg vellíðan um að Lífið muni alltaf hafa sinn gang sama á hverju gengur annars.

Lífið er og mun alltaf vera kraftaverk HaloHeart

 

p.s. Guðni og Pútín Wink þrír gráir misbröndóttir, gæti trúað að einn sé líkur Magna, einn svartbröndóttur, man ekki eftir að hafa séð svoleiðis áður (kannski er þetta svarbrúnt eins og "sá blörraði), kemur í ljós) og einn algerlega kolsvartur Heart.... en það munu líka koma fleiri til að velja úr Joyful 

Elsku bloggvinir, endilega látið berast til góðs fólks að dásamleg kelidýr verði í boði uppúr áramótum. plís..... Sideways

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Vá yndislegt og frábært. Til hamingju með áfangann. Frábærar föstudags-jólakisur! Þeir eru alveg ofboðsleg krútt.

Við Pútín hefðu líklega mestan áhuga á einum gráum svona í Magna stíl. Ég fæ að koma til þín og skoða þegar slíkt verður orðið óhætt.

kveðja, Guðni og Pútín

gudni.is, 14.11.2008 kl. 11:25

2 identicon

Algjörar dúllur auðviðtað. Það er svo yndislegt með ungviðið það bræðir mann alltaf.

Bergþóra (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:18

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Guðni og Pútín, Takk takk. Já, mér sýnist einmitt einn vera líkur Magna en það er dálítið snemmt að segja til um hvernig gráu bröndurnar verða þegar hann stækkar. Við fylgjumst með, svo á auðvitað Edda Magnamamma eftir að gjóta fljótlega

Begga, oh þetta eru svo miklar krúttudúllur

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:29

4 identicon

þessir kettir eru rosalega sætir

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:33

5 Smámynd: gudni.is

Flott að heyra Ragnhildur. Við sjáum bara hvað setur þegar kauði stækkar svolítið.

gudni.is, 14.11.2008 kl. 13:58

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ohh ef ég er ekki nú þegar bráðnuð...æðislegar krúttkisur. Til hamingju Lady Alexandra og allir hinir  Flottur staður sem hún valdi sér, haha  Aldrei að vita nema ég laumist með litla bróa að skoða... Knús í Kattholt

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.11.2008 kl. 13:58

7 identicon

Þau eru alveg dásamleg. Þetta er alltaf jafn mikið kraftaverk. ég verð að fá að koma og "fíla" þá smá

Hanna (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 14:45

8 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Yndislegt  Það liggur við að maður sjái eftir því að hafa tekið hana Blíðu úr sambandi, en ég fæ kannski að njóta þess að fá að fylgjast með þessum dúllum á netinu.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 15.11.2008 kl. 14:53

9 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk elskurnar, þið eruð svo notaleg og ljúf Þessir kettlingar eru náttúrulega algjörar krúttudúllur Og endilega bæði Sigrún með þínar prinsessur og Hanna kíkið við að "fíla" þá og knúsa

Einn þeirra er svartur en fæddur af hvítri móður og hefur fengið virðingarnafnið Barack Obama. Guðni hvað segir Pútin við því?

Mér finnst Edda vera farin að gera sig klára í sitt got, við sjáum hvað setur þar Það er allavega ekki hægt að segja annað en að það er mikil sköpun í gangi á heimilinu, sama hvar borið er niður. Meira um það síðar

Krakkarnir okkar eru allir á leið heim eftir mótmælastöðu og ræðuhlust í Reykjavík. Ánægð með friðsæl mótmæli en drifu sig í burt þegar svartir fánar anarkista fóru að sjást ásamt því sem fylgdi     Ég hef nú bara trú á því að jákvæð bylting verði gerð á jákvæðan uppbyggilegan hátt og ekki öðruvísi. Að berjast til friðar hefur aldrei virkað.    Takk Stöð 2 að sýna þetta beint, við getum ekki öll staðið í miðbænum, en höfum öll rétt á að sjá og heyra það sem gerist, það er bara þannig.

Áfram Ísland   ..... og svo meira knús á kisurnar...

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 16:29

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Flott nafn á Barack Obama  og mér líst líka vel á þann í usa.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.11.2008 kl. 19:32

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ótrúlega mikil krútt!

Bestu kveðjur

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband