Himneskur fuglasöngur, landvættirnir og "Allt fyrir ástina..."

Fallegur dagur sem byrjaði með dásamlegum fuglasöng er að kveldi kominn Joyful

Í Laugardalnum voru Landvættirnir okkar kallaðir fram af Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða og Hilmari Erni Allsherjargoða. Mögnuð og falleg stund samstöðu og fegurðar. Jóhanna talaði um hvernig íslendingar þekkja hina eilífu hringrás náttúrunnar. Við þekkjum árstíðirnar, það haustar eins og núna og eftir dimman kaldan vetur vitum við að það vorar á ný, birtir og hlýnar. Cool

Landvættirnir hafa myndað skjaldborg um þjóðina sína, gæta okkar og styrkja. Og eins og til að staðfesta það flaug hópur gæsa í stóran hring utan um athöfnina með sínu sérstaka kalli. Virkilega táknrænt og fallegt. InLove

Á morgun sunnudag, bjóða allar eða flestar kirkjur landsins upp á messu, fyrirlestra, tónlist eða annarskonar hugleiðingu til að minna okkur á okkar innri styrk og vilja til að halda glöð og sterk áfram inn í nýja framtíð. Halo

 _rostur-i-trenu-minu-400_702727.jpg

 Nú gerum við eins og Páll Óskar og vöknum með þakkarorð í hjarta og sofnum á kvöldin og þökkum Guði okkar fyrir allt sem okkur er gefið. Þar sem við vitum að Guð er kærleikur er gott að syngja með : ... "Allt fyrir ástina.." Whistling

Syngjum gleðisöng kvölds og morgna eins og þrestirnir "mínir" og starrarnir sem lofa Guð skapara sinn daginn út og inn, fljúga um í hamingju sinni og setjast svo á grein og syngja hástöfum í dásamlegum margradda lofsöng um lífið. Halo

Eftir að haustið og veturinn eru liðin kemur aftur vor með nýtt líf, gleði og sólskin Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Fallegur pistill.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 19.10.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Takk fyrir þessa fallegu færslu. Lifi ástin!

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.10.2008 kl. 13:04

3 identicon

takk fyrir að fá að sjá einn eina af þinum dásamlegu fuglamyndum (dýramyndum). Ég er svo heppin að hafa séð sum krosssaumsmynstrin og búin að sauma eitt - og ÞVÍLÍK LISTAVERK !

þú ert snillingur Ragnhildur!

Hanna (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband