Tilraun til kósíkvölds og Moli Magnabróðir

Eitt haustrokskvöldið sátum við hjónin og höfðum planað kósíkvöld með kertaljós, heitt Yogi te, hnetur og súkkulaði og svo teppi utan um okkur og ferfættu krúttin. Ég var búin að athuga að allar kisur væru inni og glugginn lokaður. Þar sem ég er að skella mér aftur í sófanum með svona vellíðunar "aaaaaahhhh, nú höfum við notalegt kvöld með uppáhalds bíómyndinni" á vörunum, þegar við heyrum hin undarlegustu hljóð úr borðstofunni. Dúfa gaf frá sér sérkennilegt gelt og horfði þangað inn. Ég sussaði bara annars hugar og Lalli var við það að ýta á fjarstýringuna þegar við heyrum aftur þessi skrítnu hljóð...

Ég stend rólega upp, farin að gruna ýmislegt. Þá sé ég hvað Dúfa hafði verið að horfa á:  Undir borðstofuborði var Edda mín, litla "saklausa" fallega kisan mín og stór svartur og hvítur ofurloðinn og öróttur, úfinn götukisi ..... ofan á!!!!  Hringinn í kringum þau sátu svo hinar fjórar kisur heimilisins og horfðu stórum kringlóttum augum á lætin FootinMouth  Ég henti teppinu af mér og næstum kertinu um koll líka, og hljóp upp með óhljóðum sem ekki er hafandi eftir. Hraðaði mér að "bannað fyrir börn" undir borðum, þá varð sá stóri mín var og stökk fram í gang og niður í kjallara, upp í glugga.... sem var auðvitað búið að loka... svo þá hljóp hann inn í þvottahús, upp á borð, bakvið skáp og undir teppi! Þar lá hann og ekki tauti við hann komandi. Hann ætlaði sko ekkert út í rok og rigningu með þrjár glæsipíur inni í þessu húsi! Ég kallaði á yngri soninn sem kom hlaupandi skellihlægjandi niður stigann. Það tók okkur nokkur hlátursköst og rúman klukkutíma að koma kattaskömminni út aftur! Þar sem ég horfði á eftir honum út um þvottahúsdyrnar, labbandi álútur í rigningunni og rokinu. Fékk ég þvílíkt samviskubit. Aumingja fallegi ljúfi kisi, vonandi að það bíði eftir honum opinn gluggi og hlýtt faðmlag þegar hann kemur heim. 

Ef ykkur vantar knúsukisu um áramótin eða svo, þá verða væntanlega einhverjir í boði hér á þessum bæ. Hvort sem pabbinn verður stór svart/hvítur loðinn öróttur högni eða blörraður næstum-eins-og-Pútín brúnbröndóttur, þá er mamman stórglæsileg, ... auðvitað Joyful

Í fyrra þegar Magni litli víkingakisi kom í heiminn, voru þau fjögur systkinin börnin hennar Eddu (og að ég held blörraða gaursins). Glæsilegir og ljúfir, dásamlegir félagar fyrir nýja eigendur. Einn þessarra eigenda er Erla Dröfn yndisleg ung stúlka á Akranesi sem hefur verið svo hlýleg að senda mér alltaf fréttir og myndir af Mola Magnabróðir. Hún gaf mér leyfi til að setja myndir af honum á bloggið.

dsc00423.jpg

 Oh hvað maður er flottur!

dsc05544.jpg

Hann Moli veit líka eins og katta er siður, að besti staðurinn til að hvíla sig á, er á tölvunniTounge og helst þegar mikilvæg verkefni bíða.

dsc06059.jpg

Bíddu, hvað varð um músina? W00t

dsc05555.jpg

 Nei, bara djók, hann er nú með aðalatriðin á hreinu sko þessi gullMoli.

Og ein í lokin, svona af því Moli kann svo vel að pósa...

 dsc06076_679869.jpg

Hann lifir greinilega sældarlífi hjá mæðgunum á Akranesi Heart

Hjartans þakkir Erla Dröfn að senda mér þessar skemmtilegu myndir Joyful

Góðar stundir elskurnar og ekki gefast upp á að hafa kósíkvöld í haustlægðunum þó það takist ekki í fyrstu tilraun....  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Thí hí...nátúran lætur ekki að sér hæða!!!

Er í algjöru krúttkasti hérna....

Vona að þig eigið kósíkvöld í kvöld....í skjóli fyrir rokinu og rigningunni....

Bergljót Hreinsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hahahahahaha, ég sé þig alveg fyrir mér ná heimsmeti í spretthlaupi upp úr stólnum. Ég er í hláturskasti  Vona samt að þið náið að hafa annað kósíkvöld...með réttu kisurnar innandyra og allt harðlæst.

Algjör krúttMoli

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: gudni.is

Fallegur kisi hann Moli

gudni.is, 24.9.2008 kl. 08:52

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, Bergljót, náttúran sko ... 

Sigrún, þau voru hrikalega fyndin það þýðir ekkert að vera ofurviðkvæmur með fullt hús af dýrum og það er sko passað vel núna hvað kettir eru inni og hverjir úti .... áður en kveikt er á kertum

Guðni, já hann Moli er algjört krútt með alveg gráar tásur, algjör dúlla Það verður spennandi að sjá krúttin sem koma í heiminn hérna fyrir jólin

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.9.2008 kl. 09:30

5 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Hahahahaha kannast við svona óvænta gesti.

Það er altaf gaman að vita af kisunum sínum á góðum heimilum. Fyrir 14 árum gaf ég konu hér í bæ kettling. Kisa er ennþá á lífi, spikfeit og fín og lifir góðu lífi. Ég hitti hana alltaf á vorin, þegar ég fer og kaupi sumarblómin af "mömmu" hennar.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 24.9.2008 kl. 10:39

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hahahaha. Ég átti einu sinni læðu sem gerði 'það' oft og mikið í garðinum heima, með hinum mismunandi högnum.
Þessar unaðsstundir hennar voru algjört skemmtiatriði fyrir börnin í hverfinu sem söfnuðust alltaf saman til að horfa á. Ég dauðskammaðist mín alltaf fyrir hana Snotru að vera svona lauslát, en aldrei eignaðist hún kettlinga. Hlýtur að hafa verið ófrjó.

Svava frá Strandbergi , 24.9.2008 kl. 23:08

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég ætla að fylgjast með ef ég má hvort það kemur loðinn kettlingur hjá þér á sínum tíma. Vorkenni grey loðna högnanum, en hann kemur líklega aftur, en vonandi ekki inn í hús til þín.

Svava frá Strandbergi , 24.9.2008 kl. 23:11

8 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ég skil köttinn vel að hafa viljað vera inni hjá ykkur í kósy og notalegheitum...rok úti og sonna......já þu ættir bara að hafa samviskubit.....

Júlíus Garðar Júlíusson, 25.9.2008 kl. 20:14

9 identicon

Kisi kunni greinilega að velja stemninguna fyrir hana Eddu sína

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 22:30

10 Smámynd: Linda litla

Mikið er ég fegin að búa uppi á þriðju hæð. Það koma engir kettir hér inn óboðnir, enda ekki viss um að strákarnir mínir myndu taka vel á móti þeim.

Góða nótt.

Linda litla, 25.9.2008 kl. 23:02

11 Smámynd: gudni.is

Já rétt Ragnhildur, það verður æðislegt að sjá nýju krúttin þegar þau koma.

gudni.is, 26.9.2008 kl. 09:39

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegust kisulóran.  Kær kveðja á þig og þína. Hafðu það gott mín kæra 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 19:14

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Skemmtileg færsla..gott að vita af ykkur hjónum í kósístuði í haustinu Æ grey herrakötturinn að vera settur svona út í kuldann og skilinn frá kattardísunum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 19:31

14 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæl öll sömul, Matthilda, Guðný Svava, Júlíus, Guðrún Arna, Linda, Guðni, Ásdís og Katrín og takk fyrir skemmtileg og notaleg komment. kisur eru algjör krútt með öllum sínum undarlegustu uppátækjum Það er allt að róast í kringum okkur núna og kannski einhverjar kattardísir að fitna... 

Veðrið bíður svo sannarlega upp á kósíkvöld í löngum bunum þessa dagana og vel passað uppá glugga og gesti Og til að koma í veg fyrir áhyggjur, þá hef ég séð svarta-loðna-stóra-kisustrákinn þurran, hraustan og flottan að fylgjast með okkur hinu megin göttunar (örugglega að fylgjast með holdarfari saklausu kisustúlknanna....)

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.9.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband