"Saumuð málverk" í Kjósinni

Dvergur í Krísuvík feb 07  700
 
Við dvergurinn ætlum að sýna okkur (og kannski fleiri myndir með ... Wink) laugardaginn 19. júlí frá kl. 13. - 17. að Eyrarkoti við Hvalfjarðareyri, í Kjós. Þann dag er mikill hátíðisdagur í Kjósinni, kallaður, Kátt í Kjós 
 
Eyrarkot er lítill gamall bær (gamla póst- og símstöðin) sem hefur verið gerður svo skemmtilega upp og er núna Ferðaþjónusta með gistingu fyrir 10 manns, ásamt sal, þar sem ég einmitt sýni. Smile
Ég fór á námskeið þarna í byrjun maí og algjörlega kolféll fyrir staðnum. Það er frábært útsýni frá Eyrarkoti yfir Hvalfjörðinn og yndisleg orka þarna og Lífið í Náttúrunni í kring er meiriháttar! Erla Stefánsdóttir hefur gert kort af álfa- og huldufólksbyggðinni þarna í kringum bæinn.
Þetta er magnaður staður!
 
Klukkan tvö mun vinkona mín Jóhanna Harðardóttir kjalnesingagoði, segja frá hinni fornu trú okkar íslendinga. Það verður fróðlegt og skemmtilegt Joyful
Krian saumuð
 
Ég mun ekki senda út nein boðskort en vonast til að áhugasamir sjái þetta bara hér á blogginu og svo á Kjos.is  Það er notalegur bíltúr að skreppa út úr bænum og upp í Hvalfjörð, fá sér kaffi og kleinur og skoða myndir Smile Það verður ýmislegt um að vera í Kjósinni laugardaginn 19. júlí, fyrir utan hvað verður obbosla gaman að sjá myndirnar mínar ..... og mig Tounge 
 
Það eru allir velkomnir, látið sjá ykkur!
 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þetta spennandi. Verst að ég kemst ekki að sjá en ég vona að þú haldir aðra sýningu sem ég geti mætt á.

Til hamingju. 

Ragga (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Brynja skordal

Vá fallegar myndir listaverk ætla að reyna kíkja og skoða ef ég kemst hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 10.7.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mikið er þetta fallegt hjá þér. Ég er alveg vís með að þiggja boðið

Gangi þér vel með þetta allt saman

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.7.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ragga takk kærlega, það er aldrei að vita nema maður haldi aðra sýningu ... einhvern tíma í framtíðinni.

Brynja takk innilega, vonandi kemstu, það væri gaman

Sigrún takk kærlega, líst vel á að þú látir sjá þig

Það væri frábært að sjá sem flesta í Kjósinni, munið bara að gefa ykkur fram við mig. Það er ekkert víst að ég þekki ykkur af litlu myndunum en ég verð örugglega auðþekkjanleg með feimnissvip út í horni ....

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.7.2008 kl. 00:13

5 identicon

Frábært hjá þér að halda sýningu!  Þú ert mjög hæfileikarík kona hef ég séð á myndunum hér á blogginu þínu. Vil ekki lofa mér til þín, en verð svo sannarlega með þig í huga.  Gangi þér vel

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 04:03

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábærar myndir hjá þér. Því miður treysti ég mér ekki í svona bíltúr, en vonandi get ég heimsótt þig heim seinna.  Gangi þér vel 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 14:03

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

P.s.  Hvað er kríumyndin stór og hvað kostar hún???

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 14:03

8 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ég verð á öðru landshorni, svo ekki get ég þegið gott boð!

Gangi Ykkur vel á laugardaginn ( þér og flotta dvergnum þínum)

Kveðja að vestan

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:14

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk hefði örugglega mætt hefði ég verið í nágrenninu Ragnhildur mín.  Til hamingju með dverginn og þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2008 kl. 11:21

10 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk kærlega Arna mín

Takk innilega Ásdís mín. Ég er búin að senda þér mail í sambandi við myndina, við verðum í sambandi.

Vestfirðingarnir, Ragnheiður og Ásthildur, takk takk. Þið búið dulítið langt frá Hvalfirðinum Takk fyrir góðar kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.7.2008 kl. 12:43

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ótrúlega flottur þessi dvergur. Ég ætla endilega að reyna að komast ef mér verður batnað af lungnabólgunni. Annars til hamingju með sýninguna.

Svava frá Strandbergi , 17.7.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband