Pælingar á vetrardegi

Í frosti og kulda virðist tíminn standa í stað. Við bíðum eftir vorinu með sitt litfagra hlýja líf. En ef við skoðum vel, getur verið að það sé líf sjáanlegt í garðinum?

Kletturinn í garðinum

Hvað sjáum við? Bara kaldan snjóinn? eða kaldan klettinn með grýlukertum á? eða tökum við eftir græna mosanum gægjast fram? Grænn mosinn sem er stöðug og notaleg áminning um sumarlífið.  En hvað er svo þarna fyrir innan, býr einhver þarna inni? Er þetta glugginn á notalegu eldhúsi hjá huldukonunni eða hlýleg stofan hjá dvergnum? Eða er þetta bara kaldur klettur? Hvað haldið þið?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fer eftir stærð og lögun klettsins, hvort um er að ræða huldukonuna eða dverginn.  En ég trúi á hvort tveggja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Nema hvort tveggja sé?

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.3.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband