Horft á sjónvarpið

Mér finnst frábært hvernig Rúv gerði mikið úr Evróvision þennan veturinn. Margir skemmtiþættir og fullt af frambærilegum og skemmtilegum lögum og atriðum sem hafa komið fram.

Horft á sjónvarpið 1000

Allir að horfa á sjónvarpið Cool

Lögin sem eiga það inni, lifa áfram þó að aðeins eitt komist til Serbíu. Auðvitað höfum við ýmsar skoðanir á því hvað "á að vinna" og hvað "á alls ekki að vinna". En það gerir þetta bara skemmtilegra.

Svo fannst mér Spaugstofan alveg frábær líka.  Mér finnst þeir bestir þegar þeir syngja skondna texta, eins og t.d. Júrovision textana sína í gegnum árinGrin

Gott sjónvarpskvöld, svona fyrir minn smekk allavega Joyful og svo er svo ágætt að sauma með svona dagskrá Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Almáttugur hvað þetta er falleg mynd.  Ég er sammála þér með spaugstofuna, við hjónin höfðum einmitt orð á því að lagið þeirra, Eurovisijon lag hefði nú átt að fá að fara svona einu sinni.  Kærleikur til þín elsku Ragga og njóttu dagsins.  Flower

Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Gat nú lítið horft á sjónvarpið, þar sem ég var að vinna, hefði sennilega setið í horninu mínu með handavinnuna

Alveg frábær mynd hjá þér!

Til hamingju með daginn! 

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 24.2.2008 kl. 15:15

3 Smámynd: Linda litla

Þessi mynd er algjör snilld, hvað eru þau eiginlega að horfa á ??

Ég sá hvorki júróið né spaugstofuna, geri eitthvað lítið af því að horfa á sjónvarp, kannski ætti ég að horfa á spaugstofuna eins og einu sinni og kanna hvort að þeir hafi eitthvað skánað.

Linda litla, 25.2.2008 kl. 00:14

4 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir


Ragga mín, æðisleg mynd af dýrunum þínum. Ég er bara sátt við júróvisión bandið, flott lag hjá þeim. Vona að þú hafir átt yndislegan dag, til hamingju, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 25.2.2008 kl. 00:27

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Krúttleg mynd,ég var mjög ánægð með sjónvarpið á laugardagsvöld,spaugstofan var góð með upprifjun sína,síðan vann besta lagið það trompar allt.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.2.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka ykkur öllum fyrir myndahrósið stelpur mínar  Það er svo gaman að taka myndir af þessum krúttum. Það bara hreinlega liggja myndefnin fyrir hunda og mannafótum á þessum bæ

Knús á Vellina, Selfoss, Grafarholtið, Reykjavík, Bolungarvík ... og Linda, hvar áttu aftur heima? Knús á ykkur allar yndislegar, úr Hafnarfirðinum

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.2.2008 kl. 14:30

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg mynd, og ég er ánægð með úrslitn í Júróvisjón.  Fannst þetta lag best ásamt laginu hans Davíðs, In my dreams. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 18:09

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sniðug mynd, eru þau ekki alveg örugglega að horfa á Eurobandið? Það hlýtur að vera, þau eru svo ánægð á svipinn!

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:56

9 Smámynd: Linda litla

Ég er í Reykjavík, nánar tiltekið í Breiðholtinu .

Linda litla, 26.2.2008 kl. 01:13

10 identicon

Ji hvað þau eru dásamleg þarna á myndinni  

Mér fannst gaman að fylgjast með Eurovision á laugardaginn.  Reyndar fannst mér lagið með Ragnheiði Gröndal langbest og hefði viljað sjá það vinna. Lagið sem vann höfðar líklega til breiðari hóps.  Ágætis lag í sjálfu sér ef maður nennir að hlusta nógu oft á það til þess að læra að fíla það....

Knús á alla fætlinga!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband