Í dag sá ég ljósið...

Loksins loksins er ég komin með myndavélina mína aftur úr viðgerð!! oh þvílíkur sæludagur! Nú get ég hellt yfir ykkur myndum aftur LoL en verð samt að nota lánstölvu enn um sinn. Allt hefur víst sinn tíma.

Þetta er samt mikilvægur dagur því...

í dag fann ég ljósið....

 Vetrarstillur-1-1500

Ég komst út með myndavélina mína elskuðu í fyrsta skipti í langan tíma. Mér leið svo vel eftir góðan göngutúr og fullt af myndum, fötin mín öll í snjó eins og þegar ég var lítil að leika í Hellisgerði. Vettlingarnir settir á ofninn og ullarlyktin fyllti loftið, þurr föt, kaffi í bollann, hundur á kaldar táslurnar og kisa í fangið .... Mmmm sæla...... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hofy sig

Geggjuð mynd, eins og  þínar myndir eru reyndar allar, en hvað er þetta rauða upp í trénu? Þetta er eins og epli, kanski bara farin að vaxa epli á trjánum í Hafnafirðinum, mér finnst þetta alla vega soldið duló.

hofy sig, 17.1.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Hófý  Já, þetta rauða, ég var einmitt að velta þessu fyrir mér, ... það væri örugglega hægt að búa til heilt "költ" úr þessu sko.   Annars er Hellisgerði svo duló að það kemur ýmislegt til greina ....

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.1.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðisleg mynd, þetta rauða er bara svona fallegt ljósbrot er það ekki?? kveðja í fjörðinn fríða.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 22:19

4 Smámynd: Linda litla

Ég skil þig svo vel Ragga, ég var einmitt að gefast upp á mínu myndavélaleysi svo ég keypti mér bara nýja myndavél í dag.

OG HANA NÚ !

Linda litla, 17.1.2008 kl. 22:26

5 identicon

Falleg mynd Ragga, hvað skildi þetta rauða vera í trénu, það þætti mér gaman að vita Það skildu þó ekki vera litlar verur á sveimi í Hellisgerði ?Gaman að þú skulir vera farin að blogga aftur Kveðja úr sveitinni.

Bergþóra Andrésdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 20:33

6 identicon

Oooo, ég alveg finn blautu ullarlyktina og finn hlýjuna frá dýrunum.  Guð hvað þetta hefur verið kósí kaffistund.  Dásamlegt.  Hafðu það sem allra best vinkona.  Vonandi sjáumst við nú fyrr en seinna.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 00:10

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka ykkur fyrir stelpur. Já, Ásdís þetta er náttúrulega "bara" svona fallegt ljósbrot en það er visst duló í ljósbroti líka. Allar hinar hugmyndirnar eru líka kannski skemmtilegri ?  allavega ævintýralegri, sérstaklega í Hellisgerði sem er þekkt fyrir slík skemmtilegheit.

Já nú fara tækin að komast í lag; myndavélin komin og ég kemst í eina lánstölvu þar sem ég get pínulítið unnið með þær en þarf að læra betur á systemið. Svo fæ ég vonandi innvolsið úr gömlu tölvunni minni í vikunni.

Ætli sé ekki kominn tími og tækifæri á að blogga soldið, geri það örugglega á næstu dögum. Bless á meðan

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.1.2008 kl. 09:40

8 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Flott mynd hjá þér.

Innlitskvitt á þig.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 20.1.2008 kl. 11:21

9 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Elsku Ragga, ég var virkilega farinn að sakna myndanna þinna, frábært að vita að þú ert komin með vélina aftur, þessi mynd  er æðisleg. Ég er að fara yfir um á að komast ekki út að rölta um og taka myndir, hnéið ekki nógu gott til þess ennþá. Eigðu yndislegan dag, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 21.1.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband