"Ein" í garðinum ...

Yndislegt gluggaveður! Sólargeislarnir læðast inn um gluggann, kitla mig í nefið og kalla mig út að leika. Auðvitað hlýði ég því, klæðist þykkri peysu og ullargrifflum og fer út í garð með myndavélina. Fyrst rakst ég á ástfangin "gömul hjón"

 

garðurinn tvö hjörtu 600
Þau voru svo falleg, ein eftir á greininni en héldu fast og létu ekki vindasama daga og úrhelli úr öllum áttum hafa áhrif á sig. Þau brostu bara og þökkuðu Guði fyrir sólargeislana sem loksins létu sjá sig. 

 

Ég var auðvitað ekki lengi ein með myndavélina, fékk dygga aðstoð ferfættu barnanna minna.  Þau þurfa alltaf að reyna að sjá hvað ég er að sjá.

 

garðurinn Edda og Albus 1000
Þau eru svo frábær félagsskapur og "knúsauðugur" Wink Svo eru þau líka mjög dugleg að spjalla og segja manni sögur úr hverfinu af hinum ferfætlingunum og grænu álfunum í Hellisgerði. Alltaf eitthvað um að tala á þeim bænum.
 
garðurinn Edda með geislabaug 1000
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Eitt hefur hún Edda mín litla samt ekki viljað segja mér og það er hvort von sé á barnabörnum á heimilið hmmm Ég nefnilega sá til hennar og ekki eins, heldur tveggja "góðvina" hennar um daginn. Mér sýnist hún eitthvað farin að þykkna um miðjuna en hún benti mér nú bara pent á að líta í spegil FootinMouth Og svo pússar hún bara geislabauginn sinn og segir ekki meir um það ...!
 
 
 Hún hætti samt ekki að tjá sig um önnur mál. Já, maður ætti kannski að hlusta betur á hana Eddu litlu, hún geymir ýmsa visku þó ekki sé hún margra vetra. Við gengum saman um garðinn og Edda litla hafði ýmislegt til málanna að leggja, til dæmis benti hún mér á að....
 
garðurinn engill að vökva 1000 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
... það væri ekki nóg að hafa engil sem vökvar rósirnar, ef maður leyfir honum að vökva arfann með!
 
Einum of stórt vit fyrir lítinn kött! ... var þetta rósin í mér eða arfinn sem talaði núna? ShockingFootinMouth
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Skemmtileg saga. Það er kominn nýr og fallegur Dagur.

Júlíus Valsson, 28.10.2007 kl. 18:07

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Júlíus.

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.10.2007 kl. 00:31

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Falleg frásögn,það hlýtur að vera spennandi að verða aftur einhverskonar amma.

María Anna P Kristjánsdóttir, 29.10.2007 kl. 11:19

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ, já María, allt ungviði er yndislegt og ég hlakka bara til að fá einn skammt af kettlingum Það er svo mikið undur að fá að fylgjast með því kraftaverki þegar nýtt líf þróast, fæðist og vex upp. Sama hvort það er dýr eða planta, mér finnst alltaf jafn mikið óendanlegt undur að hugsa um hvernig einn lítill stundum ósýnilegur "punktur" getur vitað hvað hann á að verða þegar hann verður stór!  

Svo verður náttúrulega séstaklega skemmtilegt að fylgjast með stærsta undrinu, dótturdóttur minni þegar hún fær að fylgjast með kettlingunum.

Júlíus: Lalli varð á undan mér, þessi hæka þín varð að miklum pælingum á heimilinu í gærkveldi mjög skemmtilegt.  Ég vissi að þetta með nýjan og fallegan Dag væri lykillinn en að ég skyldi ekki fatta strax, næstum ófyrirgefanlegt sko, nema ég noti þá afsökun að hafi verið orðin svo syfjuð .....

Og nú út að taka snjómyndir...!

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.10.2007 kl. 11:34

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ elskan mín.  Yndisleg færsla og fallegar myndir.  Góð líka færslan hér á undan.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 18:14

6 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Hæ,hæ Ragga, þetta er falleg færsla og frábærar myndir, sé að þú hefur notið fallega veðursins og farið út með myndavélina um helgina. Ég var hins vegar föst alla helgina inni á Haukahæusinu við Strandgötuna á handbolta móti með syninum og tók því bara myndir innan dyra

Kveðja

Ingunn Fjöryrki 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 29.10.2007 kl. 18:29

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ hvað þið eruð yndislegar stelpur. Takk takk

Sjáumst við ekki allar fljótlega?,... you know....

bestu kveðjur 

Ragga fjöryrki 

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.10.2007 kl. 22:56

8 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Ragga, auðvita sjáumst við hressar fljótlega, hlakka til að hitta ykkur allar. Kveðja Ingunn fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 29.10.2007 kl. 23:00

9 Smámynd: hofy sig

Sæl Ragga. Falleg og skemmtileg saga hjá þér, kisur eru svo yndisleg dýr, þær eru líka svo bráðgáfaðar þessar elskur. Ég elska kisur og líka hunda reyndar, ég á einn hund núna, hef líka átt nokkrar dásamlegar kisur.

Kveðja til þín og kisulóranna þinna.

hofy sig, 29.10.2007 kl. 23:09

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sjáumst á fimmtudaginn! 

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.10.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband