Rigning og krútt

Það rignir enn og blæs, þetta er eiginlega alversta veður fyrir svona skrokk eins og minn. En það þýðir ekki að tuða, enginn nennir að hlusta á það. Svo ég sit og sauma, það er alveg frábært að hafa svona skemmtilegt að dunda við. Er að sauma haustlita Hellisgerði með frjálsri aðferð,  semsagt, ýmsar tegundir af garni og sporum og hugmyndaflugið látið ráða. Rosa skemmtilegt! Smile

Dótturdóttir mín, eins árs, leikur sér á gólfinu og talar og talar við bangsa og kubba og les upp úr bókum.... það skilur náttúrulega enginn hvað hún segir Wink .... nema þetta sé sérstakt bangsamál, hmmm það gæti auðvitað vel verið. Joyful Hún er allavega alveg krúttust InLoveHeart

 

litla krúttið 1000
 
 
Svo minni ég á undirskriftalistann, þar sem skrifum undir að við styðjum það að öryrkjar fái að lifa mannsæmandi líf (við erum ekkert að biðja um meira sko) Ýtið HÉR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Algjör krúttudúlla!

Vonandi fær maður að sjá Hellisgerðis-haustlitasinfóníuna þína þegar hún verður búin, eða kannski fær maður að fylgjast með ferlinu, þó ekki væri nema á ljósmynd...? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

 ömmustelpan er algjör krúttdúlla eins og Gréta segir. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 24.10.2007 kl. 21:13

3 identicon

jeminn krúttið!! Ég segi nú bara gútsí gútsí .....

Guðrún frænks (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, Gréta, María og Guðrún, hún litla Sólin mín er sko krúttasta krúttidúllan (sagði stolta amman ...) 

Gréta, það er spurning með "sinfóníuna" hmmmm pæli í því.

heyrumst á morgun með kaffið

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.10.2007 kl. 00:51

5 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Sæl Ragga, Sólin þín er algert krútt, þvílík augu, maður sekkur í þau. Kveðja Ingunn Fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 00:53

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Einmitt Ingunn, augun hennar halda manni alveg og segja svo margt. EInhver djúp viska þarna undir sem við eigum eftir að fá að njóta þegar bangsamálið hennar verður mannamál

Æ, ég veit það, ég er bara montin amma hahah og það er allt í lagi

bestu fjöryrkjakveðjur Ingunn

Ragga  

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.10.2007 kl. 00:58

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg barn. Það væri gaman að sjá útsaumaða mynd af Hellisgerði.  Kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 01:03

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Ásdís, já það getur vel verið að maður skelli inn mynd af myndinni. Það kannski heldur mér þá við efnið að klára hana

fjöryrkjakveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.10.2007 kl. 01:24

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ragga mín viltu hringja í mig þegar þú getur heimas:4824262 og gsm 8658698

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband