Skírnarsaga

Litla yndislega dótturdóttir mín var skírð um daginn. Loksins! Hún hvíslaði að mér frásögn af deginum, eins og hún upplifði hann:

"Ég heiti Embla Sól og varð eins árs gömul í lok september. Ég verð að segja ykkur frá skrítinni reynslu sem ég varð fyrir. Viku eftir afmælisdaginn var ég skírð, í stofunni hjá afa og ömmu í Hafnarfirði. Amma mín var líka skírð í sömu stofunni fyrir rosalega mörgum árum síðan. Hún er orðin svo gömul, skilurðu, alveg meira en fjörtíu, þú veist.Tounge

Ég hafði heyrt að það ætti að "skíra" mig en ég vissi nú ekki alveg hvað það þýddi ... þá ... Það kom fullt af fólki, allar ömmurnar og afarnir og frænkur og frændur og svoleiðis. Allir voða fínir og glaðir og fullt af tertum, hnallþórum og kaffi á borðunum en ekkert mikið sem ég mátti borða af því, eitthvað barnamatarsull og svo smá múmínkex.

Það kom líka maður sem ég hef aldrei séð áður, hann var í síðum kjól með risastórt hálsmen .... Það þýddi greinilega eitthvað voða mikið að hann var þarna. Allir horfðu af eftirvæntingu á þennan mann og svo á mig... hvað var nú í gangi? Lítið vissi ég þá..."

Embla Sól skírð

Mamma hélt á mér og pabbi stóð við hliðina á okkur öðru megin og hinum megin stóð maðurinn í kjólnum. Hann hélt á bók og talaði og talaði...  Svo var hann alltaf að benda á mig og gera einhver merki og pota puttunum alveg rétt við andlitið á mér. Ég skildi nú ekki alveg hvað hann var að gera með eitthvað voða mikið handapat út í loftið. Það var stór skál á borðinu, þau kölluðu borðið allt í einu altari...  og vatn í skálinni, ég hélt fyrst að þetta væri fyrir kettina en neeiii..... 

Maðurinn í kjólnum byrjaði allt í einu að setja aðra hendina sína yfir vatnið og skálina og tala við það!?! Er hann ekki í lagi? Hann er með algjört málæði, ég kann sko ekki svona mikið af orðum.  Hann vissi meira að segja hvað ég heiti! Hvernig veit hann það?

Svo allt í einu dýfði hann hendinni ofaní skálina! og tók upp vatn og sagði eitthvað: "Í nafni föðurins..." og sullaði vatninu á mig! Ofan á hárið mitt! Faðir minn var þarna og gerði ekki neitt!  nema brosa.... ?  Á meðan talaði maðurinn í kjólnum áfram.  Og svo, gerði hann þetta aftur! Meira vatn á hárið á mér! "... sonarins...." ??? ég fann einhvern skrítinn kitlandi straum fara yfir mig, eins og það fylgdi vatninu....   

Jón Arnar frændi minn og jafnaldri var þarna hinu megin í stofunni. Ég leit á hann og bað hann að hjálpa mér, hann vinkaði og kallaði til mín.... en það hlustaði nú enginn á okkur, fullorðna fólkið brosti bara Woundering. Ég sá að það var ekki mikla hjálp að fá frá þeim, svo ég reyndi bara að redda þessu sjálf með því að segja manninum að þetta væri alveg óþarfi, ég væri nýkomin úr baði. Og í alveg nýjum og hreinum kjól, sem hann sullaði svo bara á!  En nei.., enn einu sinni setti hann vatn í lófann og sullaði ofan á hausinn á mér og... meiri kitl niður höfuðið..., eða skrítinn straumur....  "... og heilags anda!" sagði maðurinn í kjólnum ákveðinn.   Þá fékk ég nóg og ýtti honum frá og heimtaði að fara bara til pabba míns, hann var lengra frá kjólamanninum. Maðurinn hélt samt áfram að tala og tala .... allir í stofunni horfðu á okkur brosandi með tár í augnkrókunum og virtust voða ánægðir með hann og tóku svo í hendina á honum og allt. Ég skil þetta ekki. Er þeim alveg sama þó ég sé rennandi blaut á hárinu, ...í nýja kjólnum mínum ... með skrítinn straum ...?

En seinna um daginn þegar allir voru farnir nema mamma og pabbi og amma og afi, þá fann ég skrítna strauminn, sem kom með vatninu, fara niður skrokkinn minn og  í fæturna á mér. Fæturnir á mér urðu skyndilega styrkari og kraftmeiri... og ég fann..... að ég gat gengið!!!!  Ég gekk fram og til baka um alla stofuna aftur og aftur .... fram og til baka og gat sjálf náð í múmínkexið!!. Váááá!!!

"Ég get gengið, ég get gengið!! W00t Það ættu sko allir að láta skíra sig!!!"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta er alveg yndisleg frásög,og athöfnin hefur verið falleg.Ég á litla frænku sem heitir Tinna Sól,og hún og systur hennar voru allar skíðar heima,mér finnst það svo hátíðlegt.

Jú,þetta var ég og mamma og Erna mákona,við erum frægar....ha ha

María Anna P Kristjánsdóttir, 22.10.2007 kl. 10:54

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Skemmtileg frásögn.

Til hamingju með litlu Emblu Sól!

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.10.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  Yndisleg frásögn, takk fyrir. Ótrúlega myndrænt, ég skildi litlu dömuna fullkomlega, þvílíkt og annað eins að skvetta á hana vatni og fullorðnafólkið brosti bara, en það er svo ótrúlega oft skrítið þetta fullorðna fólk.  Til hamingju með fallegt nafn á litlu dömunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 15:16

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Til lukku með litlu dömu,skil hana vel,hvað á það eiginlega að þýða að hella vatni á hausinn áhenni?skil hana vel að hafa kvartað..
Gott og fallegt nafn.

Magnús Paul Korntop, 22.10.2007 kl. 15:34

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Já, þetta var yndislegur dagur, og þar að auki eini sólardagurinn í haust held ég bara

Og svo gengur litla stúlkan um allt, næstum farin að hlaupa og þetta byrjaði allt saman þarna, á skírnardaginn

Ragnhildur Jónsdóttir, 22.10.2007 kl. 22:01

6 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Börnin eru bara það fallegasta og yndislegasta sem til er. Til hamingju með fallegt nafn á ömmu prinsessuna. Kveðja Ingunn fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 22.10.2007 kl. 22:05

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, Ingunn þau eru það svo sannarlega. Hún litla sólin mín stendur svo sannarlega undir nafni og er algjör sólargeisli í lífi okkar hérna. Endalaus uppspretta brosa og hlýju í hjartaræturnar.

Ragnhildur Jónsdóttir, 22.10.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband