Strákarnir í götunni

Ég sit hérna við tölvuna mína þegar Albus Dumbledore kemur inn og stekkur upp á borð. Hann hefur mikið að segja og talar hátt. Ég sé að honum líður eitthvað illa svo ég hætti að skrifa og hlusta á hann með athygli.

Albus og tolvan 1000 "Mamma strákarnir í götunni eru alltaf að stríða mér" segir Albus. "Ég er búinn að segja þeim að ég á þetta svæði og þarf að verja systur mínar þrjár, þeir þykjast eiga þær!" Ég segi honum að þær geti nú örugglega alveg hugsað um sig sjálfar. En hann er ekki sannfærður. Ég sé að þetta verður eilífðar barátta í götunni. Þá snýr Albus sér að mér og segir gífurlega áhyggjufullur á svip og segir: "mamma sérðu, ég er ekki lengur eins og Dumbledore, ég er að breytast í Harry Potter!"  "Ooh!"  Ég sé hvað hann á við, hann er kominn með stórt ör á ennið!

Albus med sar 1000 Þetta var nú meira en stóru systkini hans þoldu að heyra og komu hlaupandi til að hjálpa litla bróðir.

Albus og Punktur 1 1000  Punktur reyndi að sleikja þetta sár af en.... það gengur ekki alveg þannig fyrir sig.

Albus og Punktur 2 1000 Þá er að vanda sig og reyna að hreinsa þetta vel upp og setja græðandi smyrsl á.

Albus og Punktur og Pollyanna1 1000 Pollýanna kom og hjálpaði til líka. Á meðan þau hreinsuðu upp sárið, töluðu þau við Albus og sögðu honum að þau myndu hjálpa til. Þau gætu alltaf farið út í glugga og gelt á strákana í götunni, það myndi kannski hjálpa og hræða þá í burtu. Punktur og Pollýanna hughreystu Albus litla, og sögðu honum að það væri ekkert verra að breytast í Harry Potter. "Albus minn" sagði Pollýanna, "þú ert duglegur og góður drengur og gott að vita að þú ert að gæta systra þinna. Við erum stolt af þér Albus."  og svo beygði Punktur sig niður að eyra Albusar og hvíslaði: " svo veistu að Harry er framtíðin Albus."

Albus og Punktur og Pollyanna2 1000. Hughreystingarnar og huggið hafði alveg hresst Albus við. Hann var kominn með nógu gott sjálfstraust til að fara út aftur og horfa stoltur framan í heiminn. Nokkur ör á enni, hvort sem það lét hann líta út eins og Harry eða villing, þá fann hann sig öruggann að tala við strákana, vitandi að fjölskyldan hans stendur alltaf með honum. Hann vissi að hann átti góða að, það þurfti bara að minna hann aðeins á það.

Albus a veggnum 1000 Og nú gekk Albus stoltur út með örið sitt á enninu. Hann var alveg tilbúin að standa á sínu, þetta er hans heimili og hann ætlaði bara að láta strákana sjá að hann þorir.

Hann vissi líka að ....

Backup 1 Pollyanna 

... hann hafði backup Wink

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Skemmtileg saga,og flottar myndir,

María Anna P Kristjánsdóttir, 19.9.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ hvað þau eru yndisleg og falleg dýrin þín og skemmtileg sagan. Það væri nú voða skemmtilegt að eiga galdrakött..þá myndu allir halda að þú værir norn og svona. Mjög spennandi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband