Hraungrjót og kaktusar

Jæja, þá er maður kominn heim eftir sæluviku á Tenerife með fjölskyldunni. CoolYndisleg ferð og gott að vera í svona notalegu loftslagi. Það er samt svolítið skondið að keyra um og sjá að margt er líkt með eyjunni okkar Íslandi og eldfjallaeyjunni Tenerife. Hraungrjót og klettar sem minna mikið á okkar klettóttu fjöll en.... hins vegar "dáldið mikið" öðruvísi gróður. Þarna vaxa, í risaútgáfu allar þær plöntur sem ég er að berjast við að halda lífi í hjá mér í stofunni. Frekar fyndið. M.a. sáum við 1000 ára gamalt drekatré. Það er næstum jafngamalt íslensku þjóðinni!

Svo komum við heim og allt orðið fullgrænt og fínt sumarveður í gærdag, í smátíma. Í gærkvöldi og í dag er ég hins vegar að reyna að sætta mig við að íslenskt sumar er víst bara svona. Maður stingur sig allavega ekki á trjánum Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Velkomin heim,ég hef ekki komið til Tenerife en hef heyrt að margt sé líkt þar og hér, enda báðar eyjurnar eldfjallaeyjur.

Ragnhildur kíktu á bloggvin minn sem ég eignaðist í gær það er Leifur,hann bloggar bara um Yoga. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 2.6.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir María, já það er margt líkt með þessum eyjum og á sama tíma margt svo skemmtilega ólíkt.

Ég ætla að lesa betur síðuna hans Leifs um jóga, takk kærlega fyrir það.

sjáumst

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.6.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband