Íslandshreyfingin greinilega í sókn!

Það er augljóst að málefni Íslandshreyfingarinnar er að skila sér til kjósenda. Í þessari könnun sést að Íslandshreyfingin hefur 5,4% en Framsókn 4,5%, þó hafa þeir haft áratugi til að kynna sín mál..... og svíkja þau.... (sorry, ég stóðst þetta ekki...) Wink

Fyrir þá sem vilja kynna sér betur stefnu Íslandshreyfingarinnar og sjá flottustu forsíðu stjórnmálaflokks á Íslandi og þótt víðar væri leitað!  Horfið á hjólið snúast....    www.islandshreyfingin.is 

Síðan er í stöðugri þróun (eins og lífið sjálft) og bætist nýtt við næstum á hverjum degi Smile

Góða helgi og stefnum á jákvæða kosningabaráttu Heart

Ragnhildur Jónsdóttir 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir eru að gera það og allir eru gera það gott og lofa öllu fyrir kosningar, en þegar kemur að loforðum og öðru slíku þá eru þessir svokölluðu Alþingismenn ekki gerðir ábyrgir fyrir sínu kjafta skrumi. Hvernig væri svona til tilbreytingar að setja lög sem gerðu þá virkilega ábyrga fyrir gerðum og öðru sem þeir taka sér fyrir hendur. Mér finnst að þeir þurfi að sína en meiri ábyrgð og tillit til okkur sem gefum þeim þann rétt að vera í þeirri stöðu sem við gefum þeim, við sem ætlum okkur að ná aldri gefum eldri borgurum eitthvað að moða úr.Og stöndum svo vörð um okkar framtíðar hag með einhverskonar áróðri sem mun svo halda þeim við efnið, því í svona þjóðfélagi veitir ekki af að eftirlit sé haft með Alþingi.

Gudberg Gudmundsson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ef málefni Íslandshreyfingarinnar eru að skila sér til kjósenda má leyfa sér að draga þá ályktun að þau séu ekki að hrífa þá, enda tel ég kjósendur yfirleitt skynsama.

P.S.  Sé að þú ert búin að eyða út færslunni um atvinnuleysi á Norðausturlandi og álver.  Það hefur líklega ekki alveg stemmt við "hugmyndafræðina", eða hvað?

G. Tómas Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 18:01

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég er sammála því að ekki standa allir stjórnmálaflokkar við það sem þeir lofa. Og við þurfum svo sannarlega að halda þeim við efnið út hvert kjörtímabil. Þess vegna treysti ég fólki inn á þing sem fer í framboð af hugsjón og miklum vilja. Fólk sem fer í kosningabaráttu vegna þess að það trúir á það sem það er að boða og ætlar að starfa eftir sínum loforðum. Við viljum jákvæðar breytingar til uppbyggingar fyrir framtíðina, ekki eingöngu til skammtíma ágóða. Við sjáum eldri borgara, öryrkja og börn ekki sem afgangsstærðir heldur sem órjúfanlegan hluta þjóðarinnar (hvað annað?) og þess vegna eiga þessir hópar að hafa mannsæmandi lífeyri og lífsaðstæður sem sæmir einni ríkustu þjóð veraldar. Ef við höfum efni á öllu sem við höfum leyft okkur undanfarin ár, þá höfum við efni á því að hugsa um þá sem minna mega sín. 

Við hjá Íslandshreyfingunni erum rétt að byrja að kynna okkar stefnumál umfram umhverfismálin. Við höfum ekki yfir að ráða mörgum milljónum í kosningasjóði eins og þeir flokkar sem voru á alþingi síðasta kjörtímabil, þannig að við þurfum að fara hægar af stað. Og málin okkar eru kynnt smátt og smátt fram að kosningum. En við erum með flotta og skýra heimasíðu, þar sem stefnuskráin er ásamt aðgerðaráætlun og greinum, fyrir þá sem vilja virkilega kynna sér málin áður en þeir kjósa.  www.islandshreyfingin.is 

Já, G. Tómas ég eyddi út færslunni þegar ég áttaði mig á að ég hreinlega las fréttina vitlaust í byrjun ég lærði af því að vera ekki að lesa eða skrifa hálfsofandi. En auðvitað stemmir það ekki við hugmyndafræði Íslandshreyfingarinnar að hafa atvinnuleysi neins staðar. Það eru jú til fleiri atvinnutækifæri en álver, ekki satt? eða starfar þú eða hefði þú áhuga á að starfa í álveri?

Ég kýs fyrir framtíðina ég kýs Íslandshreyfinguna

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.4.2007 kl. 18:34

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hef aldrei unnið í álveri, en hef þekkt starfsmenn í slíkum verum, bæði á Íslandi og hér í Kanada.  Af þeirra frásögnum get ég ekki merkt að það sé verra starf en mörg önnur. 

Sneyðir þú hjá því að nota ál alfarið í daglegu lífi?

Flýgur þú aldrei í flugvélum ef þær innihalda ál?

Eða ert þú ein af þeim sem finnst sjálfsagt að nota hlutina, en getur engan vegin hugsað þér að ómaka þig við að búa þá til?  Er það fyrir "eitthvað annað" fólk?

G. Tómas Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 00:56

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæll enn og aftur Tómas, eigum við nú ekki að koma okkur uppúr þessu fari. Ég er alin upp í Hafnarfirði, gömlum álversbæ. Það má eiginlega segja að ég sé alin upp á næsta túni við álverið og þekki auðvitað fjölda manns sem þar hafa unnið og vinna ennþá. Gott fólk sem vinnur störf sín vel, með mikla menntun og reynslu á sínu sviði. Málið fjallar ekkert um það. Ég hélt kannski að ál-frelsun þín stafaði af því að þú ynnir í álveri eða ættir þann draum að fá eitt slíkt í bæjarfélagið þitt. 

En er ekki mál að linni og við förum að huga að skemmtilegri málum? Það er svo margt gott og skemmtilegt hægt að gera og tala um annað en álver og útúrsnúninga því tengt.

Hafðu það bara gott í Kanada og ég ætla að gera mitt til að bæta aðstæður á Íslandi. T.d. velferðarmálin, kíktu bara á netgreinina mína tengda þeim.

Bros og ljós til þín Tómas

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.4.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband